fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

Faðir bjargaði dóttur sinni á ótrúlegan hátt – Atburðarásin sögð minna á kvikmyndina Taken

Pressan
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 22:00

Frank fann dóttur sína og frelsaði hana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamaðurinn Frank Gervasi hefur strax gert tilkall til að verða útnefndur faðir ársins eftir að hann bjargaði dóttur sinni úr klóm mannræningja og nauðgara á dögunum.

Fjórtán ára dóttir Franks, Emmarae Gervasi, hvarf þann 9. desember eftir að hún sást fara inn í bíl fyrir utan heimili sitt í East Patchogue á Long Island í Bandaríkjunum. 26 dagar liðu frá hvarfinu þar til Frank sjálfur fann hana og kom henni heim. 65 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að Emmarae hafi horfið eftir að hún fór út í bíl föður síns þar sem hún hafði gleymt einhverju. Hún skilaði sér ekki til baka og hafði Frank samband við lögreglu í kjölfarið.

Hann lagði mikið á sig við leitina að dóttur sinni og það skilaði sér í ábendingu til hans frá ónefndri konu um að dóttur hans væri haldið í smábát við höfnina í Islip á Long Island. Frank mætti á staðinn á undan lögreglunni og frelsaði dóttur sína úr haldi.

Hefur atburðarásin verið sögð minna á kvikmyndina Taken en í henni leikur Liam Neeson föður sem verður fyrir því að dóttur hans er rænt í París. Hann gerir allt til að finna dóttur sína og tekst það fyrir rest.

Liam Neeson í Taken.

Maðurinn sem var handtekinn heitir Francis Buckheit og hefur hann verið kærður fyrir nauðgun og mannrán. Hann neitaði sök þegar hann var leiddur fyrir dómara í gær.

Frank telur sjálfur að dóttur hans hafi verið rænt af einstaklingum sem tengjast mansali á börnum. „Henni var haldið gegn vilja sínum og mátti ekki fara úr bátnum nema einhver fylgdi henni. Hún var þvinguð til að gera hluti sem engin 14 ára stúlka á að þurfa að gera,“ sagði hann við fjölmiðla vestan hafs.

Hann grunaði í fyrstu að dóttir hans hafi hlaupist á brott með einhverjum sem hún þekkti enda hefði hún gert það áður. Hann segir aftur á móti að dóttir hans hafi ekki þekkt manninn sem rændi henni í desembermánuði.

Hann þakkar Guði fyrir að hafa fundið dóttur sína og segir ólýsanlegt að fá hana aftur heim.

Lögregla er með málið til rannsóknar og skoðar hvort fleiri tengist því hugsanlega. Hefur lögregla innsiglað bátinn þar sem Emmarae var haldið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlaði að endurnýja ökuskírteinið og komst að því að hún væri látin

Ætlaði að endurnýja ökuskírteinið og komst að því að hún væri látin
Pressan
Í gær

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk skefur ekki utan af því – „Þetta verða endalok Evrópu“

Musk skefur ekki utan af því – „Þetta verða endalok Evrópu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sænskur listamaður fær ósk sína um lítið hús á tunglinu uppfyllta

Sænskur listamaður fær ósk sína um lítið hús á tunglinu uppfyllta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr