Þegar Jake Reissig, frá Montgomery í Texas í Bandaríkjunum, missti eiginkonu sína saknaði hann hennar mjög mikið enda höfðu þau verið gift lengi. Jake, sem er á níræðisaldri, vildi eðlilega geta talað við eiginkonu sína og séð hana en það var auðvitað útilokað.
En Jake gerði það sem hann gat. Hann fór að leiði hennar tvisvar á dag en hann gerði meira en bara fara að leiðinu. Því komst sonur hans, Roger, að dag einn þegar hann fylgdi föður sínum eftir í kirkjugarðinn.
Dagurinn hjá Jake hófst á að hann fór til messu. Því næst hitti hann eitt af níu barnabörnum sínum og drakk kaffi með því. Því næst fór hann heim, út í garð og sótti eina rós. Hana tók hann með í kirkjugarðinn þar sem eiginkona hans, Elizabeth, var grafin. Þau voru gift í 65 ár.
Roger taldi sig vita hvað faðir hans gerði, hann væri með sína rútínu og fylgdi henni. En hann vissi ekki að faðir hans gerði ýmislegt fleira en hann grunaði. Það sá hann með eigin augum þegar hann fylgdi föður sínum eftir í kirkjugarðinn dag einn.
Auk þess að setja eina rós á gröfina hugsaði Jake um leiðið, snyrti og vökvaði til að koma í veg fyrir að grasið myndi brenna og verða brúnt og ljótt. Þetta gerði hann tvisvar á dag.
„Pabbi fór að gröf hennar tvisvar á dag til að heilsa henni. Hann var með ákveðna rútínu þar sem hann klippti rós af rósarunna heima og fór með til mömmu. Síðan náði hann í vatnsslöngu og vökvaði grasið tvisvar á dag.“
Á myndum má sjá að þessi umhyggja skilaði sér í fallegu grænu grasi á leiðinu á meðan það var brúnt á sumum öðrum.
Síðan breyttist rútínan hjá Jake. Dag einn var hann að vökva þegar hann sá unga konu sitja á hækjum sér og gráta. Hann fór til að hugga hana og komst þá að því að eiginmaður hennar hafði verið flugmaður í bandaríska hernum. Hann lést 2010. Eftir þætti bætti Jake einu verkefni inn í rútínuna, hann vökvaði einnig leiði eiginmanns konunnar, Joseph Villasenor.
„Pabbi vildi heiðra þennan hermann og byrjaði að vökva grasið á leiði hans daglega. Hann gerði þetta daglega og segir að þetta sé það minnsta sem hann geti gert fyrir hann eftir þær fórnir sem hann færði.“
Segir Roger um það sem faðir hans gerði.