fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!

Pressan
Föstudaginn 3. janúar 2025 04:24

Pútín er íþróttamaður ársins í Rússlandi. Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur örugglega ekki farið framhjá neinum að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, fór í gegnum vægast sagt blóðugt ár á síðasta ári og hefur óhugnanlegan fjölda mannslífa á samviskunni. En það hefur hins vegar væntanlega farið framhjá flestum hversu góðum árangri forsetinn náði í íþróttum.

Frammistaða hans í íþróttum var frábær á síðasta ári, að minnsta kosti ef maður spyr Mikhail Degtyarev, íþróttamálaráðherra og forseta ólympíunefndarinnar.

„Vladímír Pútín er íþróttamaður ársins í Rússlandi. Hann er aðalþjálfari okkar. Enginn hefur gert jafn mikið og gerði fyrir íþróttir á árinu 2024 og engin mun gera það í framtíðinni,“ sagði hann í samtali við sjónvarpsstöðina Rossiya 24.

Það hefur svo sem lengi verið vitað að Pútín er íþróttaáhugamaður. Hann hefur mikinn áhuga á ísknattleik og spilar sjálfur og það sama gildir um júdó en hann hefur unnið til margra verðlauna í júdó.

Það má segja að svört ský hangi yfir íþróttamanni ársins. Meðal annars vegna lyfjamisnotkunar rússneskra íþróttamanna í aðdraganda vetrarólympíuleikanna 2014 en þar stóð ríkisvaldið á bak við skipulagða lyfjamisnotkun íþróttamannanna.

Þetta auk hliðaráhrifa innrásarinnar í Úkraínu hefur gert samkeppnina um titilinn sem íþróttamaður ársins mjög litla því rússneskum íþróttamönnum er að mestu meinað að keppa á alþjóðlegum mótum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég veit ekki hvernig hann lifði þetta af, aumingja maðurinn“

„Ég veit ekki hvernig hann lifði þetta af, aumingja maðurinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingar segja að þetta eigi aldrei að gera rétt fyrir háttatíma

Sérfræðingar segja að þetta eigi aldrei að gera rétt fyrir háttatíma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessar tilfinningar stytta lífið

Þessar tilfinningar stytta lífið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst