fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!

Pressan
Föstudaginn 3. janúar 2025 04:24

Pútín er íþróttamaður ársins í Rússlandi. Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur örugglega ekki farið framhjá neinum að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, fór í gegnum vægast sagt blóðugt ár á síðasta ári og hefur óhugnanlegan fjölda mannslífa á samviskunni. En það hefur hins vegar væntanlega farið framhjá flestum hversu góðum árangri forsetinn náði í íþróttum.

Frammistaða hans í íþróttum var frábær á síðasta ári, að minnsta kosti ef maður spyr Mikhail Degtyarev, íþróttamálaráðherra og forseta ólympíunefndarinnar.

„Vladímír Pútín er íþróttamaður ársins í Rússlandi. Hann er aðalþjálfari okkar. Enginn hefur gert jafn mikið og gerði fyrir íþróttir á árinu 2024 og engin mun gera það í framtíðinni,“ sagði hann í samtali við sjónvarpsstöðina Rossiya 24.

Það hefur svo sem lengi verið vitað að Pútín er íþróttaáhugamaður. Hann hefur mikinn áhuga á ísknattleik og spilar sjálfur og það sama gildir um júdó en hann hefur unnið til margra verðlauna í júdó.

Það má segja að svört ský hangi yfir íþróttamanni ársins. Meðal annars vegna lyfjamisnotkunar rússneskra íþróttamanna í aðdraganda vetrarólympíuleikanna 2014 en þar stóð ríkisvaldið á bak við skipulagða lyfjamisnotkun íþróttamannanna.

Þetta auk hliðaráhrifa innrásarinnar í Úkraínu hefur gert samkeppnina um titilinn sem íþróttamaður ársins mjög litla því rússneskum íþróttamönnum er að mestu meinað að keppa á alþjóðlegum mótum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrrum ráðherra ómyrkur í máli um fyrstu vikur Trump í embætti – „Þetta er jafnvel verra en ég hafði séð fyrir mér“

Fyrrum ráðherra ómyrkur í máli um fyrstu vikur Trump í embætti – „Þetta er jafnvel verra en ég hafði séð fyrir mér“
Pressan
Í gær

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ýmsu er ósvarað í tengslum við hvarf systranna

Ýmsu er ósvarað í tengslum við hvarf systranna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að kaupa mandarínur í neti

Þess vegna áttu ekki að kaupa mandarínur í neti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni