Frammistaða hans í íþróttum var frábær á síðasta ári, að minnsta kosti ef maður spyr Mikhail Degtyarev, íþróttamálaráðherra og forseta ólympíunefndarinnar.
„Vladímír Pútín er íþróttamaður ársins í Rússlandi. Hann er aðalþjálfari okkar. Enginn hefur gert jafn mikið og gerði fyrir íþróttir á árinu 2024 og engin mun gera það í framtíðinni,“ sagði hann í samtali við sjónvarpsstöðina Rossiya 24.
Það hefur svo sem lengi verið vitað að Pútín er íþróttaáhugamaður. Hann hefur mikinn áhuga á ísknattleik og spilar sjálfur og það sama gildir um júdó en hann hefur unnið til margra verðlauna í júdó.
Það má segja að svört ský hangi yfir íþróttamanni ársins. Meðal annars vegna lyfjamisnotkunar rússneskra íþróttamanna í aðdraganda vetrarólympíuleikanna 2014 en þar stóð ríkisvaldið á bak við skipulagða lyfjamisnotkun íþróttamannanna.
Þetta auk hliðaráhrifa innrásarinnar í Úkraínu hefur gert samkeppnina um titilinn sem íþróttamaður ársins mjög litla því rússneskum íþróttamönnum er að mestu meinað að keppa á alþjóðlegum mótum.