Sky News segir að konan hafi þá leitað að minni seðlum og hafi tekist að skrapa saman fyrir pítsunni og þess utan hafi hún getað gefið Alvelo tvo dollara, sem svara til tæplega 300 íslenskra króna, í þjórfé.
Konan heyrði síðan nokkru síðar að bankað var kröftulega á dyrnar. Hún fór og opnaði og þá ruddust karl og kona, sem voru bæði svartklædd og með andlitsgrímur, inn í herbergið. Maðurinn var með skammbyssu. Svartklædda konan, sem talið er að hafi verið Alvelo, dró upp vasahníf og ógnaði konunni. Hún sneri sér strax við til að skýla ungri dóttur sinni en fékk þá högg í bakið.
Hún kastaði þá dóttur sinni upp í rúm og reyndi að ná símanum sínum en Alvelo náði honum á undan henni og eyðilagði hann. Alvelo stakk síðan konuna ítrekað en maðurinn öskraði síðan á hana að nú væri nóg komið og létu þau sig þá hverfa á brott.
Konan var stungin 14 sinnum. Hún var flutt á sjúkrahús. Þegar læknar voru að hlúa að henni kom í ljós að hún er barnshafandi.
Alvelo var handtekin skömmu síðar fyrir morðtilraun, húsbrot, vörslu skotvopns, mannrán og líkamsárás. Samverkamaður hennar hefur ekki náðst og lögreglan veit ekki hver hann er.