fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“

Pressan
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 07:00

Mynd úr safni. Mynd:Publicdomainpictures

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Jólin eru hátíð óvina Allah og þess vegna mega múslimar ekki taka þátt í þeim.“ Þetta er boðskapurinn sem Mohamad Jammal, sem er prédikar í Grimhøjmoskvunni, nærri Árósum í Danmörku, birti á Facebook skömmu fyrir jól.

Hann skrifaði: „Það eru óvinir Allah sem halda þessar hátíðir og þess vegna má ekki taka þátt í þeim, vinna með þeim eða hjálpa á nokkurn hátt, hvorki með að bera fram te, kaffi eða með eldhúsáhöldum eða öðru.“

Hann eyddi færslunni síðan eftir að byrjað var að deila henni af miklum krafti á samfélagsmiðlum. En það var um seinan, því margir höfðu tekið skjáskot af henni og hafa tugir þúsunda Dana séð það og fór færslan mjög illa í marga.

Þegar B.T. hafði samband við Jammal og bað hann um að skýra færsluna betur og spurði af hverju hann hefði eytt henni, þá sagðist hann ekki hafa neitt um málið að segja, hann væri upptekinn við að undirbúa föstudagsbænina í moskunni.

Ummæli hans um jólahátíðina falla ekki vel að fyrri ummælum hans þar sem hann sagði að sem prédikari þá ynni hann að því að styrkja aðlögun múslima að dönsku samfélagi en erfitt er að sjá hvernig nýjustu ummæli hans falla að þessu.

Hann var dæmdur í sjö daga skilorðsbundið fangelsi 2018 fyrir að líkja samkynhneigð við barnaníð og kynferðislegt ofbeldi gagnvart dýrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef þú hættir að drekka kaffi þá hefur það þessi jákvæðu áhrif á líkamann

Ef þú hættir að drekka kaffi þá hefur það þessi jákvæðu áhrif á líkamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur varar við því að geyma egg á þessum stað

Sérfræðingur varar við því að geyma egg á þessum stað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég veit ekki hvernig hann lifði þetta af, aumingja maðurinn“

„Ég veit ekki hvernig hann lifði þetta af, aumingja maðurinn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Konan með dúfurnar“ er óþekkjanleg 32 árum eftir að myndin sló í gegn

„Konan með dúfurnar“ er óþekkjanleg 32 árum eftir að myndin sló í gegn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þessa hluti nota flestir á rangan hátt

Þessa hluti nota flestir á rangan hátt