The Guardian segir að þetta eigi við forstjóra 100 stærstu fyrirtækjanna sem eru skráð í bresku kauphöllinni. Laun þeirra hafa aldrei verið hærri og fær forstjóri að meðaltali 120 sinnum hærri laun en meðallaun fólks í fullu starfi eru.
Greining High Pay Center sýnir að miðgildi árslauna forstjóranna hækkuðu úr 4,1 milljón punda árið 2022 í 4,19 milljónir punda á síðasta ári. Þetta svarar til rúmlega 700 milljóna íslenskra króna.
Hæst launaði forstjórinn var Pascal Soriot, forstjóri lyfjafyrirtækisins AstraZeneca, en hann var með 16,85 milljónir punda í laun á síðasta ári. Það svarar til um 3 milljarða íslenskra króna. Árið áður voru laun hans 15,3 milljónir punda en það svarar til um 2,7 milljarða íslenskra króna.