Bandaríska stúdínan Nicole Virzi, sem er frá Pittsburgh, á dauðadóm yfir höfði sér. Hún hefur verið ákærð fyrir að hafa orðið sex vikna dreng að bana í sumar og að hafa veitt tvíburabróður hans áverka.
NBC News skýrir frá þessu og segir að Virzi hafi gætt tvíburabræðranna í júlí fyrir vini sína. Hún hringdi í lögregluna aðfaranótt 15. júlí og sagði að annar tvíburinn, Leon Katz, hefði dottið út úr vöggunni sinni. Hann var strax fluttur á sjúkrahús en var úrskurðaður látinn eftir komuna þangað.
Rannsókna réttarmeinafræðinga leiddi í ljós að Leon, sem var aðeins sex vikna, var höfuðkúpubrotin og með margar blæðingar í heila. Það voru þær sem urðu honum að bana.
Bróðir hans var með marbletti, rispur og bólgur. Hann var einnig fluttur á sjúkrahús og rannsakaður af læknum sem sögðu að áverkarnir væru óeðlilegir og hefðu ekki komið fyrir tilviljun.
Virzis segir að Leon hafi setið fastspenntur í stól á meðan hún sótti pela fyrir hann. Hún hafi heyrt hann öskra og fundið hann á gólfinu og hafi þá hringt í lögregluna. Hún segir að bróðir hans hafi fengið áverka á höfuðið því hann hafi sveiflað handleggjunum þegar hún reyndi að setja hann í bílstól.
Saksóknari í Alelgheny County segir að Virzis hafi pyntað drengina og af þeim sökum krefst hann dauðadóms yfir henni.
Verjandi hennar segir að hún hafi verið náin vinkona foreldra drengjanna og að hún sé saklaus af ákærunni.
Virzis stundar nám í atferlissálfræði við Kaliforníuháskóla en getur að vonum ekki stundað það nú þar sem hún er í gæsluvarðhaldi.