fbpx
Föstudagur 06.september 2024
Pressan

Stúdína á dauðadóm yfir höfði sér

Pressan
Föstudaginn 6. september 2024 04:25

Nicole Virzi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska stúdínan Nicole Virzi, sem er frá Pittsburgh, á dauðadóm yfir höfði sér. Hún hefur verið ákærð fyrir að hafa orðið sex vikna dreng að bana í sumar og að hafa veitt tvíburabróður hans áverka.

NBC News skýrir frá þessu og segir að Virzi hafi gætt tvíburabræðranna í  júlí fyrir vini sína. Hún hringdi í lögregluna aðfaranótt 15. júlí og sagði að annar tvíburinn, Leon Katz, hefði dottið út úr vöggunni sinni. Hann var strax fluttur á sjúkrahús en var úrskurðaður látinn eftir komuna þangað.

Rannsókna réttarmeinafræðinga leiddi í ljós að Leon, sem var aðeins sex vikna, var höfuðkúpubrotin og með margar blæðingar í heila. Það voru þær sem urðu honum að bana.

Bróðir hans var með marbletti, rispur og bólgur. Hann var einnig fluttur á sjúkrahús og rannsakaður af læknum sem sögðu að áverkarnir væru óeðlilegir og hefðu ekki komið fyrir tilviljun.

Virzis segir að Leon hafi setið fastspenntur í stól á meðan hún sótti pela fyrir hann. Hún hafi heyrt hann öskra og fundið hann á gólfinu og hafi þá hringt í lögregluna. Hún segir að bróðir hans hafi fengið áverka á höfuðið því hann hafi sveiflað handleggjunum þegar hún reyndi að setja hann í bílstól.

Saksóknari í Alelgheny County segir að Virzis hafi pyntað drengina og af þeim sökum krefst hann dauðadóms yfir henni.

Verjandi hennar segir að hún hafi verið náin vinkona foreldra drengjanna og að hún sé saklaus af ákærunni.

Virzis  stundar nám í atferlissálfræði við Kaliforníuháskóla en getur að vonum ekki stundað það nú þar sem hún er í gæsluvarðhaldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

89 ára kona týndist í Ölpunum – Vingaðist við ref og drakk vatn úr pollum

89 ára kona týndist í Ölpunum – Vingaðist við ref og drakk vatn úr pollum
Pressan
Í gær

Athyglisverð umræða – Skiptir þú nógu oft um nærbuxur?

Athyglisverð umræða – Skiptir þú nógu oft um nærbuxur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins gáttuð á spurningu fréttamanns FOX um Kamala Harris – „Þessi spurning er galin“

Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins gáttuð á spurningu fréttamanns FOX um Kamala Harris – „Þessi spurning er galin“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætti ekki að vera hægt – „Þegar ég sé þessar mælingar, veldur það mér áhyggjum“

Ætti ekki að vera hægt – „Þegar ég sé þessar mælingar, veldur það mér áhyggjum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsti aðdáandi Oasis brjálaður út í Ticketmaster

Stærsti aðdáandi Oasis brjálaður út í Ticketmaster
Pressan
Fyrir 3 dögum

Illræmdur hryðjuverkamaður handtekinn eftir 44 ár á flótta

Illræmdur hryðjuverkamaður handtekinn eftir 44 ár á flótta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólýsanleg martröð í Póllandi – Hinn pólski Josef Fritzl hélt konu fanginni í hlöðu í fjögur ár eftir að þau kynntust á stefnumótasíðu

Ólýsanleg martröð í Póllandi – Hinn pólski Josef Fritzl hélt konu fanginni í hlöðu í fjögur ár eftir að þau kynntust á stefnumótasíðu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Martröð móður og ungrar dóttur hennar eftir að skipstjórinn dó skyndilega

Martröð móður og ungrar dóttur hennar eftir að skipstjórinn dó skyndilega