Það voru lífeyrissjóðir og tryggingafélög, sem selja sjúkratryggingar, sem gerðu kröfu á hendur fyrirtækjunum sem stunda heildsölu á lyfjum í Bandaríkjunum.
Þetta kemur fram í dómskjölum alríkisdómstóls í Cleveland í Ohio að sögn Reuters. Skjölin, og þar með sáttin, bíða þess nú að dómari leggi blessun sína yfir samkomulagið.
Fyrirtækin sem um ræðir eru McKesson Corp, Cencora Inc og Cardinal Health Inc. Fyrirtækin höfðu áður gert samkomulag um að greiða 21 milljarð dollara vegna bótakrafna frá bandarísku alríkisstjórninni og yfirvöldum í einstökum ríkjum Bandaríkjanna.
Í þeim kröfum var því haldið fram að eftirlit innan fyrirtækjanna hafi verið í molum og því hafi mikið magn af ávanabindandi verkjalyfjum verið selt ólöglega.