fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Pressan

IKEA rukkaði yfir 2000 manns fyrir viðskipti sem áttu sér aldrei stað

Pressan
Fimmtudaginn 5. september 2024 16:30

Ein af verslunum IKEA í Kaupmannahöfn. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

IKEA í Danmörku hefur beðist afsökunar á að hafa í leyfisleysi og án þess að nokkur viðskipti hafi átt sér stað skuldfært á greiðslukort 2.024 einstaklinga.

Danska ríkissjónvarpið DR greinir frá málinu og ræðir við konu að nafni Charlotte Ditz Pedersen.

Í gær fór hún inn í netbankann sinn og tók þá eftir því að IKEA hafði tekið 98 danskar krónur (um 2.000 íslenskar) út af tékkareikningi hennar sem þýðir að verslunarkeðjan hefur rukkað hana eins og hún hafi verslað með debetkorti sínu. Það hafði Pedersen þó alls ekki gert og raunar hefur hún ekki keypt neitt í IKEA síðan í júní síðastliðnum.

Þetta kom henni því algjörlega í opna skjöldu. Það tók klukkutíma að fá skýringar í gegnum netspjall IKEA og loks var niðurstaðan sú að mistök hefðu átt sér stað og að hún fengi endurgreitt. Það kom hins vegar ekki fram hvernig sú endurgreiðsla færi fram og hvenær hún myndi eiga sér stað.

Pedersen segir þetta hafa fyllt hana ónotatilfinningu. Það komi henni verulega á óvart að IKEA hafi getað rukkað hana án þess að hún sjálf kæmi nokkuð nærri því. Það kemur henni verulega á óvart að IKEA skuli enn hafa aðgang að greiðsluupplýsingum hennar þremur mánuðum eftir að síðustu viðskipti hennar við húsgagnaverslanakeðjuna áttu sér stað. Hún segist aldrei nokkurn tímann hafa veitt samþykki sitt fyrir því að IKEA myndi geyma fjárhagsupplýsingar hennar með þessum hætti.

Ekki sú eina

Þegar DR grennslaðist fyrir um málið hjá IKEA í Danmörku kom í ljós að Charlotte Ditz Pedersen var langt frá því sú eina sem lenti í þessu. Í svari IKEA til DR kemur fram að alls hafi 2.024 einstaklingar verið rukkaðir að tilefnislausu. Sagði fyrirtækið að um sé að ræða villu í tölvukerfi þess, sem hafi verið rakin til mannlegra mistaka.

Sagði fyrirtækið að í öllum tilfellum hefði verið um pantanir að ræða sem viðkomandi einstaklingar hættu við en tölvukerfið hafi samt rukkað þá. Sagði IKEA að hinar heimildarlausu rukkanir byggju á upplýsingum sem fólkið veitti vegna pantananna sem það svo hætti við. Fullyrt er að það að tölvukerfið bjóði ekki upp á að rukka fólk út í loftið um upphæðir að geðþótta starfsmanna IKEA.

Fyrirtækið segist biðja alla þá sem lentu í þessum rukkunum innilega afsökunar. Öllum einstaklingunum verði sent bréf í dag og að nú þegar eigi endurgreiðslur að vera komnar inn á bankareikninga meirihluta þeirra en þó eru nokkur hundruð sem eiga enn eftir að fá endurgreitt.

Hæsta upphæðin, sem tekin var í heimildarleysi af bankareikningi eins þessara 2.024 einstaklinga og frést hefur af er 60.000 danskar krónur  (1,2 milljónir íslenskra króna). Nokkuð var um upphæðir sem voru hærri en 30.000 danskar krónur (617.250 íslenskar krónur) en í meirihluta tilfella voru upphæðirnar undir 10.000 dönskum krónum ( 205.750 íslenskar)

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“