fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Fyrrum þingmaður repúblikana furðar sig á því að fólk tali ekki um lyktina af Trump

Pressan
Fimmtudaginn 5. september 2024 21:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnmálamaðurinn og fyrrum þingmaðurinn Adam Daniel Kinzinger tilheyrir flokki repúblikana í Bandaríkjunum. Hann er þó ekki hrifinn af forsetaframbjóðanda flokksins, Donald Trump. Hann er í raun svo andvígur því að Trump verði forseti að hann hefur svikið lit og lýst opinberlega yfir stuðningi við frambjóðanda demókrata, Kamala Harris.

Hann tilkynnti stuðning sinn í ræðu fyrir skömmu þar sem hann viðurkenndi að staðan væri nokkuð neyðarleg, að hann finni sig knúinn til að styðja við frambjóðanda frá öðrum flokki en sínum eigin. Þetta væri þó nauðsyn til að „verja sannleikann, verkja lýðræðið og verja siðgæði“.

Kinzinger segir að Trump hafi kæft sál repúblikanaflokksins og það sé þyngra en tárum taki að sjá þennan flokk, sem hann var áður stoltur af að tilheyra, leggjast svona lágt.

„Donald Trump er aumur maður sem þykist vera sterkur. Hann er lítilmenni sem þykist stór. Hann er trúleysingi sem þykist vera trúfastur. Hann er gerandi sem getur ekki hætt að leika fórnarlamb.“

Kinzinger hefur nú gengið lengra og segir að það sé bókstaflega fnykur af forsetaframbjóðandanum. Í samtali við spjallþáttastjórnandann Jimmy Kimmer lýsti hann lyktinni sem fylgir Trump.

„Ef þú blandar saman handakrikum, tómatsósu, farða og smá rassgati, þá ertu nærri lagi, með þetta allt saman,“ sagði Kinzinger sem lýsti lyktinni sem ágengri og sagði „þú vilt klárlega ekki setja þessa lykt í flöskur og nota Trump rakspíra.“

Kinzinger segir að allir sem umgangast Trump finni lyktina en enginn þori að segja neitt. Sjálfur hafi hann fundið lyktina oftar en einu sinni.

„Hann bauð okkur öllum á forsetaskrifstofuna á sínum tíma og það var erfitt að taka ekki eftir lyktinni“

Kinzinger hefur reyndar áður vakið athygli á óþefnum en hann velti því fyrir sér á Twitter í fyrra hvers vegna enginn segi neitt um þetta. Þetta sé áberandi lykt og ráðlagði hann fólki að nota grímu í kringum Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við