fbpx
Mánudagur 30.september 2024
Pressan

Sveðjumaður særði 31 í Þýskalandi

Pressan
Mánudaginn 30. september 2024 07:00

Þýskur lögreglumaður. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Leggstu niður! Leggstu niður!“ hrópuðu þýskir lögreglumenn, íklæddir skotheldum vestum og með skammbyssur á lofti, þegar 41 árs karlmaður, sem var vopnaður risastórri sveðju, var handtekinn í Essen í Ruhr á laugardaginn.

Maðurinn, sem er frá Sýrlandi, hafði áður valdið mikilli skelfingu og ótta meðal borgarbúa. Hann hafði ekið um í hvítum sendiferðabíl og kveikt í tveimur fasteignum og ekið inn í verslanir. 31 slasaðist við þessa tryllingsför mannsins. Þar af slösuðust átta börn alvarlega og eru tvö þeirra í lífshættu að sögn Bild.

Það var skömmu eftir klukkan 17 sem maðurinn kveikti í íbúð í fjölbýlishúsi og hóf þar með þessa tryllingsför sína. Því næst ók hann yfir í næstu götu og kveikti í húsi þar.

Þegar slökkviliðið kom á vettvang hékk fólk hálft út um glugga og ríghélt í börn sín sem það hafði látið síga niður fyrir gluggana.  Slökkviliðsmenn urðu því að hafa snarar hendur til að bjarga fólkinu.

Því næst ók maðurinn yfir í næstu götu þar sem hann ók meðvitað ítrekað inn í tvær verslanir. Í þeirri síðari steig hann út úr bílnum og og dró upp 40 cm langa sveðju.

Hann ógnaði fólki en nærstaddir, vopnaðir kústum, skóflum og málmtunnu, reyndu að halda honum frá fólki og grýttu ýmsu í hann.

Að lokum náðu tveir lögreglumenn að yfirbuga manninn og handtaka hann. Það gerðist við síðari verslunina sem hann ók inn í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sveðjumorðingjarnir barnungu dæmdir í fangelsi

Sveðjumorðingjarnir barnungu dæmdir í fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dýralæknir segir að þetta bendi til að tími sé kominn til að kveðja hundinn

Dýralæknir segir að þetta bendi til að tími sé kominn til að kveðja hundinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

39 milljónir geta látist fyrir 2050 vegna banvæns ónæmis

39 milljónir geta látist fyrir 2050 vegna banvæns ónæmis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Létu fjölda dæmdra glæpamanna lausa vegna mistaka

Létu fjölda dæmdra glæpamanna lausa vegna mistaka