Hjónin hurfu frá heimili sínu í Kaliforníu og hóf lögreglan leit að þeim. Lík þeirra fundust síðan í pokum undir steyptu skýli undir húsi Sparks í Olive Dell Ranch sem er hjólhýsahverfi og nektarnýlenda.
Það var sérþjálfaður leitarhundur sem fann líkin undir húsinu á föstudaginn.
Tilkynnt var um hvarf hjónanna helgina áður en það var vinur þeirra sem tilkynnti um hvarfið. Bíll þeirra fannst á sunnudeginum, ekki langt frá heimili þeirra, og einnig símar þeirra beggja og veskis Stephanie.