fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Illræmdur hryðjuverkamaður handtekinn eftir 44 ár á flótta

Pressan
Þriðjudaginn 3. september 2024 08:00

Leonardo Bertulazzi þegar hann var handtekinn. Mynd:Argentínska öryggismálaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir 44 ár á flótta undan réttvísinni kom að því að heppnin yfirgæfi Ítalann Leonardo Bertulazzi. Hann var handtekinn í Argentínu á föstudaginn og verður væntanlega framseldur til Ítalíu.

Bertulazzi var meðlimur í hinum illræmdu Rauðu herdeildum sem voru áberandi á áttunda og níundar áratugnum.

Bertulazzi er nú 72 ára og hafði verið á flótta í 40 ár eða síðan ítalskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði tekið þátt í mannráni þar sem starfsmanni auðugrar fjölskyldu í Genoa var rænt. Manninum var rænt í janúar 1977 nærri heimili hans í Castelletto í Genoa. Tveir menn gripu hann og drógu inn í Fiat 132.

Eftir fjögurra mánaða samningaviðræður við fjölskyldu mannsins fengu Bertulazzi og samstarfsfólk hans einn og hálfan milljarð líra sem lausnargjald fyrir manninn.

Ítölsk yfirvöld segja að peningarnir hafi verið notaðir til að fjármagna morðið á Aldo Moro, fyrrum forsætisráðherra. Hluti fésins var notaður til að leigja íbúð í Róm þar sem Moro var haldið föngnum eftir að honum var rænt 1978. Hann var síðan skotinn til bana í íbúðinni. Lík hans fannst 55 dögum eftir að honum var rænt. Það var í farangursrými bíls sem hafði verið skilinn eftir mannlaus.

Bertulazzi var dæmdur í 27 ára fangelsi að honum fjarverandi. Hann dúkkaði síðan upp í Argentínu 2002 en þangað kom hann frá Chile með falsað vegabréf. Honum tókst að fá umsókn um hæli samþykkti og bjó sem frjáls maður í Argentínu eftir það, þar til á föstudaginn.

Eftir að hægrimaðurinn Javier Milei komst til valda í Argentínu í desember á síðasta ári, missti Bertulazzi stöðu sína sem flóttamaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Það versta í 17 ár
Pressan
Í gær

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig
Pressan
Í gær

Hér er besti matur í heimi

Hér er besti matur í heimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“