Ilto Sanomat skýrir frá þessu. Læknirinn, sem heitir Eevert Partinen, segir að kaffi geti haft mikil áhrif á svefngæðin en hann bendir einnig á að kaffi hafi sína kosti: „Koffín leiðréttir að hluta skaðleg áhrif svefnskorts því samkvæmt niðurstöðum rannsókna, þá eykur það árvekni, viðbragðsflýti og minni.“
En hann varar fólk einnig við að stóla algjörlega á kaffi, því þá geti það fests í slæmri hringrás lélegs svefns og aukinnar kaffidrykkju. Þetta geti að lokum gert fólk háð kaffi allan daginn, því annars fái það ekki næga orku.
Aðalástæðan fyrir þessum vanda er helmingunartími koffíns. Sex klukkustundum eftir að þú færð þér síðasta kaffisopann, þá er helmingurinn af koffíninu enn virkur í líkamanum og það getur raskað nætursvefninum.
Partinen segir hann hafi með tilraunum komist að þeirri niðurstöðu að þegar klukkan sé 15 sé „öryggistími“ hans runninn upp. Þess vegna drekki hann venjulega ekki kaffi eftir klukkan 15. Undantekningin sé þegar hann er á vakt.
Hann segir að fólk finni mun nokkrum dögum eftir að það byrjar að fylgja „klukkan 15 reglunni“.