Í myndbandi, sem hann birti á TikTok, segir kokkurinn, sem heitir Tristan Welch, að það geti komið sér vel á þessum síðustu og verstu tímum, þar sem framfærslukostnaðurinn hefur hækkað mikið, að geta nýtt brauð þótt það sé orðið hart. Þess utan dregur þetta úr matarsóun.
Ráð hans er sáraeinfalt – Maður tekur brauðið og lætur vatn renna á það þar til það er blautt í gegn. Síðan er það sett í 200 gráðu heitan ofn í um fimm mínútur, stór brauð geta þurft aðeins lengri tíma.
Þegar brauðið er tekið úr ofninum er það orðið mjúkt og hefur náð sinni fyrri áferð á nýjan leik. „Þú þarft bara mikið af smjöri og einhvern til að borða það þér til samlætis,“ segir hann í myndbandinu.