fbpx
Laugardagur 28.september 2024
Pressan

„Brosandi andlit“ á Mars gæti verið lykillinn að því að finna líf þar

Pressan
Laugardaginn 28. september 2024 07:30

Hér sést brosandi andlit á Mars. Mynd:ESA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andlitið, sem samanstendur af tveimur hringum og striki innan í hring, sést aðeins með því að nota innrautt ljós. Talið er að þetta séu leifar af fornu vatni sem þornaði upp fyrir milljörðum ára á Mars.

Metro segir að Evrópska geimferðastofnunin ESA hafi birt mynd af andlitinu á Instagram en stofnunin hefur mælt magn ýmissa gastegunda á Mars frá 2016.

Í texta með myndinni segir ESA að ExoMars Trace Gas Orbiter geimfarið hafi fundið klóríð og salt á svæðinu en þarna voru áður ár, vötn og hugsanlega höf. Þessar leifa klóríðs og salts geti hugsanlega verið vísbending um að þarna hafi verið líf fyrir milljörðum ára.

Segir ESA að tæplega þúsund svona staðir hafi fundist og þeir veiti nýja innsýn í loftslagið á Mars til forna og möguleikana á að þar hafi verið líf.

Rannsókn um þetta var nýlega birt í vísindaritinu Scientific Data. Þar kemur fram að staðurinn sé mikilvægur því þar geti hafa verið fullkomnar aðstæður fyrir líf og varðveislu og þess vegna sé hann í forgangi þegar kemur að leit að ummerkjum um líf.

Saltið varð eftir þegar vötn á Mars hurfu og sums staðar er saltið eina sönnun þess að vatn hafi verið á plánetunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 30 rotnandi lík í báti

Fundu 30 rotnandi lík í báti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lokuð gönguleið laðar ofurhuga að sér – „Einhver mun slasast eða deyja“

Lokuð gönguleið laðar ofurhuga að sér – „Einhver mun slasast eða deyja“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kæra Trump og Vance fyrir að dreifa lygum um gæludýraát innflytjenda

Kæra Trump og Vance fyrir að dreifa lygum um gæludýraát innflytjenda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi klefafélagi hins grunaða í máli Madeleine McCann varpar sprengju

Fyrrverandi klefafélagi hins grunaða í máli Madeleine McCann varpar sprengju
Pressan
Fyrir 3 dögum

20 árum eftir andlát hans opnaði hún hlöðuna hans loksins – Mögnuð sjón blasti við henni

20 árum eftir andlát hans opnaði hún hlöðuna hans loksins – Mögnuð sjón blasti við henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“