fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Snýtti sér og út skaust LEGO-kubbur sem hafði verið í nefinu í 26 ár

Pressan
Föstudaginn 27. september 2024 07:00

Kubburinn góði. Mynd:Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andi Norton, 32 ára Phoenixbúi, trúði ekki eigin augum þegar hann sá að LEGO-kubbur hafði skotist út úr nös hans þegar hann snýtti sér kröftulega þegar hann var í sturtu morgun einn í síðustu viku. Kubburinn hafði verið í nefi hans í 26 ár.

Andi hefur fundið fyrir þrengslum í nefi og það hefur verið viðkvæmt í á þriðja áratug en læknar töldu alltaf að þetta væri af völdum ofnæmis að sögn Newsweek.

Hann sagði að þar sem hann er með ofnæmi fyrir köttum, hundum, grasi, mörgum trjátegundum og ryki þá hafi hann alltaf talið að þrengslin í nefinu og viðkvæmni þess væru afleiðing ofnæmisins.

Hann glímdi við sýkingu í ennis- og kinnholum og leitaði til læknis sem ráðlagði honum að reyna að snýta sér á meðan hann væri í heitri sturtu. Eftir margra mánaða tilraunir skilaði þetta árangri þegar „mjög harður“ hlutur skaust út úr annarri nösinni og lenti á gólfinu.

Andi sagðist strax hafa áttað sig á að þetta var LEGO-kubbur og tók hann upp. „Skyndilega rifjaðist svolítið, sem ég hafði steingleymt, upp fyrir mér,“ sagði hann.

1998 var hann að leika sér með LEGO og datt þá í hug að stinga einum kubbi upp í nefið. Hann festist þar. Hann og fullorðnir reyndu að ná kubbnum en allt kom fyrir ekkert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við