fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Pressan

Rússneskur hermaður baðst vægðar – Það sem gerðist næst hefur vakið athygli

Pressan
Miðvikudaginn 25. september 2024 10:27

Hermaðurinn baðst vægðar og í stað þess að varpa fleiri sprengjum fékk maðurinn vatnsbrúsa og miða með leiðbeiningum um hvert hann ætti að fara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðfylgjandi myndband hefur vakið talsverða athygli en það sýnir rússneskan hermann sem varð viðskila við félaga sína í hernum í stríðinu sem nú geysar milli Úkraínu og Rússlands.

Úkraínumenn hafa óspart beitt sprengjudrónum gegn rússneskum hermönnum sem komið hafa inn í landið í stríðinu. Þannig hefur til dæmis handsprengjum verið varpað úr lofti með skelfilegum afleiðingum fyrir umrædda hermenn sem örkumlast og deyja, enda fjarri mannabyggðum og langt í læknisaðstoð.

Myndbandið hér að neðan var tekið af liðsmönnum úkraínska K-2 herfylkisins en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvar eða hvenær það var tekið. Í umfjöllun Mail Online kemur fram að það hafi að líkindum verið tekið nýlega.

Úkraínskir hermenn varpa sprengjum úr drónanum í átt að hermanninum en honum tekst naumlega að komast undan. Maðurinn sést biðjast vægðar, enda slasaður, þreyttur og þyrstur, og fyrr en varir mætir dróninn aftur með vatnsbrúsa og miða með leiðbeiningum um hvert hermaðurinn eigi að fara til að komast í öruggt skjól.

Hermaðurinn rússneski er augljóslega þakklátur og endar myndbandið þannig að tveir úkraínskir hermenn leiða hann í burtu. Ekki er vitað um afdrif hermannsins.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að opinber birting myndbandsins sé líklega liður í að reyna að fá fólk til að ganga til liðs við K-2 herfylkið. K-2 herfylkið, eins og aðrar deildir úkraínska hersins, þurfa nauðsynlega á meiri mannafla að halda í stríðinu gegn Rússum.

Myndbandið hér að neðan er frá breska blaðinu The Sun en hafa ber í huga að það getur valdið óhug hjá sumum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hér vantar fólk til starfa – Meðalmánaðarlaun eru 920.000 krónur

Hér vantar fólk til starfa – Meðalmánaðarlaun eru 920.000 krónur
Pressan
Í gær

Hana dreymdi um að opna lítinn veitingastað – Varð mun meira en það

Hana dreymdi um að opna lítinn veitingastað – Varð mun meira en það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Loksins á heimleið eftir 592 daga martröð

Loksins á heimleið eftir 592 daga martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekinn grunaður um tvöfalt morð 1977

Handtekinn grunaður um tvöfalt morð 1977
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var úti að leika þegar honum var rænt sex ára gömlum – 70 ára leit fjölskyldunnar á enda

Var úti að leika þegar honum var rænt sex ára gömlum – 70 ára leit fjölskyldunnar á enda