fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Pressan

Melania Trump tjáir sig – „Ég varð að komast í burtu“

Pressan
Þriðjudaginn 24. september 2024 03:21

Melania Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún horfir beint inn í myndavélina. Skuggi þekur helming andlitsins og tónlistin, sem er leikin undir, líkist tónlist úr Hitchcock-mynd.

Svona lítur þetta út í svarthvítu myndbandi, sem Melania Trump, birti á X en í því les hún upp úr kafla úr nýrri bók sinni. Hún lýsir því þegar hún og eiginmaður hennar, Donald Trump, og sonur þeirra þurftu eitt sinn, þegar þau bjuggu í Hvíta húsinu, að leita skjóls í öryggisherbergi.

Fyrir utan forsetabústaðinn hrópuðu ósáttir mótmælendur slagorð og lífverðir forsetans óttuðust að þeir myndu reyna að ráðast inn í Hvíta húsið.

„Lífvörðurinn sagði að ég yrði að fara í burtu. Öryggið skipti öllu. Ekki bara fyrir mig, heldur fyrir forsetann og alla aðra íbúa Hvíta hússins. Þessi ofbeldisfullu mótmæli höfðu nú náð alla leið til Pennsylvania Avenue,“ segir hún.

Þetta var þann 29. maí 2020. Bandaríkin lágu nánast á hliðinni, ekki aðeins vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar heldur einnig vegna mótmæla vegna dráps lögreglunnar á George Floyd. Hann lést nokkrum dögum áður þegar hvítur lögreglumaður sat á baki hans í níu og hálfa mínútu þrátt fyrir að Floyd, sem var svartur, hafi ítrekað sagt að hann næði ekki andanum.

Sorgin og reiðin yfir drápinu urðu til þess að mikil mótmælaalda breiddist út um öll Bandaríkin og jafnvel annarra landa.

The New York Times hefur áður skýrt frá því að forsetafjölskyldan hafi þurft að leita skjóls í neðanjarðarrými í Hvíta húsinu vegna mótmæla Black Lives Matters hreyfingarinnar í Washington D.C.

Newsweek segir að mótmælin við Hvíta húsið hafi verið friðsamleg í fyrstu en þegar leið á kvöldið reyndu óróaseggir að brjótast í gegnum öryggisgirðingar og grýttu lögregluna. Nokkrir úr lífvarðarsveit forsetans meiddust þegar hlutum var kastað í þá. Var þá ákveðið að flytja forsetafjölskylduna í öryggisherbergi neðanjarðar.

CNN segir að forsetahjónin og sonur þeirra, Barron, hafi verið í öryggisherberginu í um eina klukkustund.

Bók Melania, sem heitir Melania, kemur út 8. október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekinn grunaður um tvöfalt morð 1977

Handtekinn grunaður um tvöfalt morð 1977
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var úti að leika þegar honum var rænt sex ára gömlum – 70 ára leit fjölskyldunnar á enda

Var úti að leika þegar honum var rænt sex ára gömlum – 70 ára leit fjölskyldunnar á enda