Fyrr á árinu fékk Data Psychology 840 karla og konur til að leggja mat á hvernig karlar eyða tómstundum sínum.
Konurnar fengu lista með 74 áhugamálum og áttu þær að leggja mat á hvort áhugamálin væru kynþokkafull eða ekki.
En lítum fyrst á hvaða áhugamál þóttu kynþokkafyllst.
Konur vilja sem sagt karla sem eru fjölmenningarlegir, víðförlir, elska að lesa og hreyfa sig.
Listi karlanna yfir vinsælustu áhugamálin var ekki ólíkur lista kvennanna því þeir settu nákvæmlega sömu áhugamálin í topp fimmtán og konurnar en röðin var ekki sú sama.
En þá er komið að þeim áhugamálum sem konunum þóttu minnst kynþokkafull og jafnvel bara fráhrindandi.
Er kannski kominn tími til að finna sér nýtt áhugamál?