fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Göngutúr með heimilishundinn varð mæðgum dýrkeyptur

Pressan
Þriðjudaginn 24. september 2024 16:30

Umræddur hundur er af tegundinni Chow Chow. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Remigiusz Józefowicz / Creative Commons BY-SA-2.5 / Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskar mæðgur hafa báðar hlotið fangelsisdóm eftir að göngutúr þeirra með hund móðurinnar fór gjörsamlega úr böndunum. Göngutúrinn átti sér stað á meðan bylgja óeirða reið yfir Bretland í síðasta mánuði og þegar mæðgurnar fóru út með hundinn hikuðu þær ekki við að taka þátt í óeirðum með hann í eftirdragi.

Sky News greinir frá málinu.

Mæðgurnar tóku þátt í óeirðum í Middlesbrough á Norður-Englandi 4. ágúst síðastliðinn en óeirðir brutust mun víðar út um þetta leyti í kjölfar falsfrétta um það hefði verið hælisleitandi, sem væri þar að auki múslimi, sem myrt hefði stúlkur á dansnámskeiði í bænum Southport, skammt frá borginni Liverpool. Morðinginn reyndist hins vegar vera fæddur í Bretlandi en er barn innflytjenda. Talsverðan tíma tók fyrir bresku lögregluna að ná tökum á óeirðunum en fjölmargir þátttakendur í þeim hafa hlotið fangelsisdóma.

Nú hafa umræddar mæðgur bæst í þann hóp.

Móðirin heitir Amanda Walton og er 51 árs en dóttirin heitir Megan Davisson og er 24 ára.

Meðal sönnunargagna í málinu voru upptökur úr öryggismyndavélum. Á þeim mátti sjá móðurina Amöndu kasta flugeld í bíl og skemma hann og þar að auki róta í ruslatunnu. Á upptökunum mátti sjá dótturina Megan hoppa ofan á þaki fólksbíls, hjálpa til við að brjóta rúður, ota fingri með dónalegum hætti að lögreglumanni og yfirgefa verslun með varning innanklæða.

Á upptökunum mátti einnig sjá mæðgurnar skiptast á að halda í Chow Chow hund Amöndu.

Báðar játuðu mæðgurnar að hafa gerst sekar um ofbeldisfullar óspektir. Amanda hlaut 22 mánaða fangelsisdóm en Megan 20 mánaða.

Eftirsjá, lyf og áfengi

Maður sem sagður er kærasti Megan, Jake Wray, bíður dóms en hann hefur játað að hafa tekið þátt í óeirðum með því að stöðva ökumenn og spyrja hvort þeir væru hvítir eða Englendingar.

Lögmaður Megan sagði að hún hefði bæði drukkið áfengi og tekið inn lyf kvöldið fyrir óeiðirnar, eftir sambandsslit. Hún hafi enn verið undir áhrifum þegar hún hafi fyrir sakir áhrifagirni tekið þátt og hagað sér þannig heimskulega.

Lögmaður Amöndu sagði að hún hefði ekki ætlað sér að taka neinn þátt og hafi aðeins verið á staðnum vegna þess að hún hefði verið með áhyggjur af dóttur sinni. Sagði lögmaðurinn að sú staðreynd að hundurinn hefði verið með í för sýndi fram á að lítill brotavilji hefði verið til staðar.

Dómari í málinu sagðist samþykkja að mæðgurnar hefðu ekki verið innblásnar af rasískum hugmyndum og sæju báðar eftir gjörðum sínum. Það væri þó ekki hægt að skilorðsbinda dóma þeirra þar sem óeiðirirnar hefðu verið umfangsmiklar og valdið miklu tjóni. Játning mæðgnanna hefði þó haft í för með sér að dómarnir yfir þeim hefðu orðið styttri en ella.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“