fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Pressan

Göngutúr með heimilishundinn varð mæðgum dýrkeyptur

Pressan
Þriðjudaginn 24. september 2024 16:30

Umræddur hundur er af tegundinni Chow Chow. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Remigiusz Józefowicz / Creative Commons BY-SA-2.5 / Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskar mæðgur hafa báðar hlotið fangelsisdóm eftir að göngutúr þeirra með hund móðurinnar fór gjörsamlega úr böndunum. Göngutúrinn átti sér stað á meðan bylgja óeirða reið yfir Bretland í síðasta mánuði og þegar mæðgurnar fóru út með hundinn hikuðu þær ekki við að taka þátt í óeirðum með hann í eftirdragi.

Sky News greinir frá málinu.

Mæðgurnar tóku þátt í óeirðum í Middlesbrough á Norður-Englandi 4. ágúst síðastliðinn en óeirðir brutust mun víðar út um þetta leyti í kjölfar falsfrétta um það hefði verið hælisleitandi, sem væri þar að auki múslimi, sem myrt hefði stúlkur á dansnámskeiði í bænum Southport, skammt frá borginni Liverpool. Morðinginn reyndist hins vegar vera fæddur í Bretlandi en er barn innflytjenda. Talsverðan tíma tók fyrir bresku lögregluna að ná tökum á óeirðunum en fjölmargir þátttakendur í þeim hafa hlotið fangelsisdóma.

Nú hafa umræddar mæðgur bæst í þann hóp.

Móðirin heitir Amanda Walton og er 51 árs en dóttirin heitir Megan Davisson og er 24 ára.

Meðal sönnunargagna í málinu voru upptökur úr öryggismyndavélum. Á þeim mátti sjá móðurina Amöndu kasta flugeld í bíl og skemma hann og þar að auki róta í ruslatunnu. Á upptökunum mátti sjá dótturina Megan hoppa ofan á þaki fólksbíls, hjálpa til við að brjóta rúður, ota fingri með dónalegum hætti að lögreglumanni og yfirgefa verslun með varning innanklæða.

Á upptökunum mátti einnig sjá mæðgurnar skiptast á að halda í Chow Chow hund Amöndu.

Báðar játuðu mæðgurnar að hafa gerst sekar um ofbeldisfullar óspektir. Amanda hlaut 22 mánaða fangelsisdóm en Megan 20 mánaða.

Eftirsjá, lyf og áfengi

Maður sem sagður er kærasti Megan, Jake Wray, bíður dóms en hann hefur játað að hafa tekið þátt í óeirðum með því að stöðva ökumenn og spyrja hvort þeir væru hvítir eða Englendingar.

Lögmaður Megan sagði að hún hefði bæði drukkið áfengi og tekið inn lyf kvöldið fyrir óeiðirnar, eftir sambandsslit. Hún hafi enn verið undir áhrifum þegar hún hafi fyrir sakir áhrifagirni tekið þátt og hagað sér þannig heimskulega.

Lögmaður Amöndu sagði að hún hefði ekki ætlað sér að taka neinn þátt og hafi aðeins verið á staðnum vegna þess að hún hefði verið með áhyggjur af dóttur sinni. Sagði lögmaðurinn að sú staðreynd að hundurinn hefði verið með í för sýndi fram á að lítill brotavilji hefði verið til staðar.

Dómari í málinu sagðist samþykkja að mæðgurnar hefðu ekki verið innblásnar af rasískum hugmyndum og sæju báðar eftir gjörðum sínum. Það væri þó ekki hægt að skilorðsbinda dóma þeirra þar sem óeiðirirnar hefðu verið umfangsmiklar og valdið miklu tjóni. Játning mæðgnanna hefði þó haft í för með sér að dómarnir yfir þeim hefðu orðið styttri en ella.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál