fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Pressan

Handtekinn grunaður um tvöfalt morð 1977

Pressan
Mánudaginn 23. september 2024 21:30

Frá Melbourne í Ástralíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn var 65 ára karlmaður handtekinn á flugvelli í Róm á Ítalíu, grunaður um tvöfalt morð í Melbourne í Ástralíu 1977.

Ástralska lögreglan skýrði frá þessu um helgina. Hún segist ætla að fara fram á framsal mannsins til Ástralíu. Hann er bæði með ástralskan og grískan ríkisborgararétt.

Hann er grunaður um að hafa stungið Suzanne Armstrong, 27 ára, og Susan Bartlett, 28 ára, til bana.

Shane Patton, lögreglustjóri í Victoria ríki, sagði að á þeim 47 árum sem eru liðin síðan morðin voru framin, hafi lögreglan aldrei gefið upp vonina um að geta upplýst þau.

Lík kvennanna fundust á heimili þeirra við Easey Street í Melbourne þann 13. janúar 1977. Báðar höfðu verið stungnar margoft.

Suzanne átti 16 mánaða son sem var til staðar í íbúðinni en hann lá ómeiddur í rimlarúmi sínu þegar að var komið.

Patton sagði að morðin hafi haft mikil áhrif á samfélagið, tvær konur hafi verið myrtar á staðnum þar sem þær töldu sig öruggastar.

The Age segir að DNA-rannsókn hafi komið lögreglunni á spor ættingja hins handtekna og eitt hafi leitt af öðru þar til hann var handtekinn í síðustu viku. Maðurinn hefur búið í Grikklandi um árabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Melania Trump tjáir sig – „Ég varð að komast í burtu“

Melania Trump tjáir sig – „Ég varð að komast í burtu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var úti að leika þegar honum var rænt sex ára gömlum – 70 ára leit fjölskyldunnar á enda

Var úti að leika þegar honum var rænt sex ára gömlum – 70 ára leit fjölskyldunnar á enda