fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Pressan

„Konungur mun deyja“ – Gátu loks túlkað 4.000 ára gamla fyrirboða tengda tunglmyrkvum

Pressan
Sunnudaginn 22. september 2024 11:30

Ein af töflunum. Mynd:The Trustees of the British Museum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamönnum hefur loksins tekist að ráða 4.000 ára gamla fleygbogaskrift á steintöflum, sem fundust þar sem nú er Írak fyrir rúmum 100 árum. Samkvæmt textanum eru sumir tunglmyrkvar fyrirboði dauða, eyðileggingar og drepsótta.

Töflurnar eru fjórar talsins og eru úr leir. Þær eru elstu þekktu dæmin um tunglmyrkva fyrirboða að sögn Andrew George, prófessors við University of London, og Junko Taniguchi, sjálfstæðs rannsakanda. Þetta kemur fram í rannsókn þeirra sem var birt nýlega í Journal of Cuneiform Studies.

Þeir sem gerðu töflurnar notuðu næturtíma, hreyfingar skugga og dagsetningar og lengd tunglmyrkva til að spá fyrir um fyrirboða.

Einn fyrirboðinn segir að „ef tunglmyrkvi verður skyndilega hulin miðju sinni og skýr um leið, þá muni konungur deyja og Elam eyðast“. Elam var svæði í Mesópótamíu, þar sem nú er Íran.

Annar fyrirboði segir að ef tunglmyrkvi verður að kvöldi til, sé drepsótt yfirvofandi.

Vísindamennirnir segja að hugsanlega hafi stjörnufræðingarnir, sem skráðu fyrirboðana á töflurnar, notað fyrri reynslu til að ákveða hvaða fyrirboða ákveðnar tegundir tunglmyrkva hefðu.

Live Science hefur eftir George að uppruni sumra fyrirboðanna hafi hugsanlega verið í raunverulegri reynslu þar sem hörmungar hafi fylgt í kjölfar fyrirboða. Líklega hafi þó flestir fyrirboðarnir verið ákveðnir út frá kerfi sem tengdi einkenni tunglmyrkva við hina ýmsu fyrirboða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“