fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Pressan

Námuverkamenn gerðu magnaða uppgötvun fyrir algjöra tilviljun

Pressan
Laugardaginn 21. september 2024 13:30

Frá uppgreftrinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Námuverkamenn í gullnámu í Sakha lýðveldinu í Rússlandi gerðu magnaða uppgötvun þegar þeir voru að störfum í námunni. Þeir fundu uppþornaðan ullarnashyrning með horn og heila mjúkvefi.

Live Science segir að þeir hafi fundið dýrið þegar þeir voru að grafa í nýrri námu. Nú tekur við margra mánaða verkefni við að grafa dýrið upp.

Myndir af dýrinu voru birtar í byrjun ágúst.

Í kjölfar fundar námuverkamannanna héldu vísindamenn frá NEFU háskólanum í Yakutsk á vettvang og grófu horn dýrsins upp. Restin af hræinu verður grafin upp á næstu mánuðum að því er segir í tilkynningu frá NEFU.

Anatoly Nikolaev, rektor NEFU, sagði í tilkynningu að þetta sé einstakur fundur sem veiti vísindamönnum tækifæri til að rannsaka sögu svæðisins, dýralíf þess til forna, loftslagið og jarðfræðilegar aðstæður betur en hægt hefur verið fram að þessu.

Sífrerinn í Síberíu skapar kjörskilyrði fyrir varðveislu fornra dýra. Mjúkvefir þeirra þorna yfirleitt upp og þau varðveitast nánast eins og þau séu í frosnu „tímahylki“.

Ullarnashyrningar komu fram á sjónarsviðið fyrir um 300.000 árum í norðanverðri Evrasíu. Þeir dóu út fyrir um 10.000 árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“