fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Pressan

Fundu 2.500 ára stjörnuskoðunarstöð

Pressan
Laugardaginn 21. september 2024 07:30

Sumir af mununum sem fundust við uppgröftin. Mynd:Egypska fornmunaráðuneytið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við uppgröft á hofi í Egyptalandi fundu fornleifafræðingar 2.500 ára stjörnuskoðunarstöð. Hún er á svæði sem er þekkt sem Buto-hofið og er hún 850 fermetrar að stærð.

Stöðin er frá því á sjöttu öld fyrir Krist og er sú fyrsta frá þessum tíma sem fundist hefur og ein sú stærsta sem var til í Egyptalandi til forna.

Í umfjöllun space.com um málið kemur fram að stöðin hafi verið notuð til að „rannsaka og skrá niðurstöður stjörnuskoðana“.

Í stöðinni voru ýmsir munir sem geta varpað ljósi á hvernig stjörnufræðingar í Egyptalandi til forna störfuðu. Meðal þessara muna eru sólúr úr steini en það hjálpaði stjörnufræðingunum við að mæla tímann út frá hreyfingum sólarinnar.

Einnig fundust styttur af egypskum guðum, til dæmis bronsstytta af Osiris og af Bes.

Einnig fannst það sem var hugsanlega stjörnuskoðunarturn og skráningar á sólarupprás og sólsetri auk ýmissa tímamælinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“