fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Pressan

Ítalskt heilbrigðisstarfsfólk krefst herverndar á sjúkrahúsum landsins

Pressan
Föstudaginn 20. september 2024 07:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brjálaðir sjúklingar og fjölskyldur þeirra ráðast í vaxandi mæli á lækna og hjúkrunarfræðinga á Ítalíu. Nú er ríkisstjórnin hvött til að láta herinn grípa inn í málin.

Fjórir læknar og hjúkrunarfræðingur hafa sett kommóðu og hægindastól upp að dyrum á skrifstofu. Þetta eru þrír karlar og ein kona. Tveir af körlunum setja allan þunga sinn í að halda dyrunum lokuðum. Konan talar í símann og virðist ráðvillt og hrædd.

Fjórir heilbrigðisstarfsmenn til viðbótar eru í litlu skrifstofunni sem er á sjúkrahúsi. Einhver hefur meiðst því blóðblettir sjást á gólfinu.

Þetta er á Policlinico Riuniti sjúkrahúsinu í Foggia í suðurhluta Ítalíu. Hinum megin við dyrnar eru 50 ættingjar og vinir 23 ára konu sem lést í kjölfar bráðaaðgerðar. Fólkið er að reyna að komast inn á skrifstofuna.

Allt var þetta tekið upp á myndband og því dreift á samfélagsmiðlum en þetta gerðist á föstudaginn.

Þetta er því miður bara eitt af mörgum dæmum af þessu tagi upp á síðkastið.

The Guardian segir að mörg ítölsk sjúkrahús líkist einna helst vígvöllum þar sem læknar og hjúkrunarfræðingar sæta hrottalegum árásum frá reiðum sjúklingum og ættingjum þeirra.

Á síðasta ári var tilkynnt um 16.000 árásir á heilbrigðisstarfsfólk í landinu. Er þá bæði átt við líkamlegt og andlegt ofbeldi.

Ástandið er orðið svo slæmt að stéttarfélög heilbrigðisstarfsfólks hvetja til þess að herinn verði látinn grípa inn í.

The Guardian greinir frá nokkrum dæmum um ofbeldisverk á ítölskum sjúkrahúsum í þessum mánuði:

Þann 8. september sló og sparkaði sjúklingur í þrjá hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku Policlinico Riuniti sjúkrahússins.

Þann 10. september réðst sjúklingur á lækni á Francesco Ferrari sjúkrahúsinu´i Casarano.

Í Napólí var tilkynnt um tvær líkamsárásir á sjúkrahúsi einu. Sjúklingar og ættingjar þeirra réðust á tvo lækna á bráðamóttökunni eftir að sjúklingarnir voru beðnir um að bíða þar til röðin kæmi að þeim.

Á síðasta ári var 62 ára maður dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að hafa drepið lækni með öxi utan við sjúkrahús í Milano. Ástæðan var að sögn mannsins að sú meðferð sem læknirinn hafði boðið manninum upp á reyndist gagnslaus.

Í tengslum við árásina, sem sagt er frá í upphafi þessarar fréttar, sagði forstjóri sjúkrahússins að sú hætta sé raunverulega fyrir hendi að sjúkrahúsinu verði lokað. Ef þróunin verði áfram á þessa vegu, þá sé hætt við að loka verði bráðamóttökunni vegna starfsmannaskorts.

Margar af árásunum eru vegna starfsmannaskorts og reiði sjúklinga yfir löngum biðtíma. Á síðasta ári vantaði um 30.000 lækna til starfa á Ítalíu og frá 2010 til 2020 var 111 sjúkrahúsum og 113 bráðamóttökum lokað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“