fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Pressan

Fyrrum leiðtogi Hells Angels var lokkaður inn í lúxusíbúð – Átti ekki afturkvæmt – Kom Mossad við sögu?

Pressan
Föstudaginn 20. september 2024 03:50

Ramin Yektaparast

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tíu árum var Kai Mlodeckis, sem var liðsmaður glæpasamtakanna Hells Angels í Þýskalandi, myrtur og lík hans bútað niður. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma því annar handleggur hans, sem var þakinn húðflúrum, og efri hluti líkamans fundust í Rín og í höfn einni.

Allt frá því að Mlodeckis var mytur hefur lögregluna grunað að Ramin Yektaparast, sem er af írönskum ættum og var einnig liðsmaður Hells Angeles, stæði á bak við morðið. Hann var handtekinn 2016 en ekki voru nægilegar sannanir til að fá hann úrskurðaðan í gæsluvarðhald.  Hann var því látinn laus en hann beið ekki eftir því að lögreglan myndi finna fleiri sönnunargögn og  yfirgaf Þýskaland og fór til Írans.

Bild segir að þar hafi hann lifað lúxuslífi og tilheyrt yfirstéttinni í Teheran. Hann flutti fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum reglulega fréttir af sjálfum sér og birti ljósmyndir af sér við hlið glæsibíla. Hann sagði þeim einnig að hann væri ekki á flótta undan lögreglunni. „Morðmálið fékk mig ekki til að flýja. Ég er ekki í felum. Ég er í fríi og viðskiptaferð,“ sagði hann 2021.

Handleggur Mlodeckis var með mörg húðflúr. Mynd:Lögreglan

 

 

 

 

 

Alþjóðlegir fjölmiðlar hafa árum saman sagt fréttir af því að klerkastjórnin í Íran sé grunuð um að starfa með glæpahópum víða um heim. Ramin var dæmdur í Þýskalandi, að honum fjarstöddum, fyrir aðild að árásum á bænahús gyðinga þar í landi 2022. Hann var talinn hafa aðstoðað íranska byltingarvörðinn við skipulagningu þeirra.

Spurningin er hvort þessar árásir hafi orðið til þess að stytta líf hans til muna því hann var myrtur í Teheran í vor. Margir erlendir fjölmiðlar, þar á meðal Jerusalem Post og Der Spiegel, hafa velt því upp hvort hugsast geti að ísraelska leyniþjónustan Mossad hafi staðið á bak við morðið í hefndarskyni við árásirnar á bænahúsin í Þýskalandi.

Bild segir að Ramin hafi verið lokkaður í lúxusíbúð í Teheran þann 25. apríl. Ekki fylgir sögunni hver lokkaði hann þangað en viðkomandi fékk að sögn 50.000 dollara fyrir vikið.

Þegar Ramin fór á klósettið í íbúðinni var hann skotinn fimm skotum aftan frá. Eitt þeirra lenti í höfði hans. Bild segir að síðan hafi íbúðin verið þrifin svo vel að þar hafi ekki eitt einasta sönnunargagn verið að finna.

Írönsk yfirvöld hafa sent dánarvottorð til fjölskyldu Ramin.

Enginn hefur verið handtekinn vegna morðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“