fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Pressan

Allt á suðupunkti í Líbanon: Allsherjarstríð yrði „dómsdagsatburður“

Pressan
Föstudaginn 20. september 2024 11:30

Beirút, höfuðborg Líbanons. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelsmenn gerðu umfangsmiklar árásir á skotmörk í Líbanon í nótt og segir herinn að yfir hundrað eldflaugastæði Hisbollah-samtakanna hafi verið eyðilögð. Allt er á suðupunkti á milli Líbanons og Ísraels og virðist ekki mikið mega bregða út af til að allsherjarstríð brjótist út.

Ísraelsmenn er taldir hafa staðið á bak við árásir á liðsmenn Hisbollah-samtakanna í vikunni þar sem símboðar og talstöðvar voru sprengdar í loft upp. Hátt í 40 liðsmenn samtakanna létust og um þrjú þúsund særðust, þar af margir alvarlega.

„Tími hefndar“ að renna upp

Hassan Nasrallah, aðalritari Hisbollah í Líbanon, fordæmdi árásir Ísraelsmanna í gær og sagði að þeir hefðu farið út fyrir öll mörk. Hét hann því að „tími hefndar“ væri að renna upp. Eftir ávarp Nasrallah gerðu Ísraelsmenn umfangsmiklar árásir á Líbanon. Óvíst er hvernig Hisbollah mun bregðast við á þessari stundu.

Rami Mortada, sendiherra Líbanons í London, segir við breska fjölmiðla að fari svo að Ísraelar hefji landhernað í Líbanon gæti það leitt til allsherjarstríðs. Notaði hann orðið „dómsdagur“ í því samhengi og sagði að yfirvöld í Líbanon myndu bregðast hart við ef Ísraelsmenn halda áfram að stigmagna átökin. „Við erum að horfast í augu við hættu á allsherjarstríði í þessum heimshluta og það er það sem við verðum að koma í veg fyrir,“ segir hann.

Ísraelsmenn umkringdir óvinum

Ísraelsmenn eiga marga óvini í kringum sig en Hisbollah-samtökin í Líbanon eru fjármögnuð af Írönum. Íranir hafa svo aftur ítök í Sýrlandi og Írak, næstu nágrönnum Ísraels, og þá eiga þeir trygga bandamenn í Hútum í Jemen sem gert hafa árásir á Ísrael að undanförnu.

David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, hefur hvatt breska ríkisborgara til að yfirgefa Líbanon meðan það er enn hægt með hefðbundnum liðum. „Spennustigið er hátt og staðan gæti versnað mjög fljótt,“ sagði hann á X og bætti við að allsherjarstríð yrði „dómsdagsatburður“.

„Þetta yrði svo sannarlega dómsdagur fyrir Líbanon en Líbanon verður ekki eina ríkið sem mun þjást í þessu stríði. Sagan hefur sýnt okkur það. Öll áhersla ætti að vera að koma í veg fyrir slíkan atburð.“

BBC ræddi í morgun við Sally Abou Aljoud, líbanska blaðakonu í Beirút, sem segir að landsmenn séu nær allir á nálum vegna atburða síðustu daga. „Það sem fólk sá á þriðjudag og miðvikudag var skelfilegt,“ segir hún og vísar í árásirnar þar sem símboðar og talstöðvar voru sprengdar. Hún segir að fólk haldi áfram að mæta í skóla og til vinnu eins og ekkert hafi í skorist en sé meðvitað um ástandið geti breyst fljótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“