Anthony Scaramucci starfaði sem einn af mörgum aðstoðarmönnum Donald Trump er hann gengdi embætti forseta Bandaríkjanna, en Trump er einmitt að sækjast eftir embættinu að nýju í kosningunum núna í nóvember. Skiptar skoðanir eru á ágæti Trump og Scaramucci er meðvitaður um það en engu að síður segist hann aðeins hafa hitt eina manneskju sem hatar forsetann fyrrverandi meira heldur en eiginkona hans, Melania Trump.
Scaramucci sagði í samtali við MeidasTouch á laugardaginn að hann voni heitt og innilega að Kamala Harris hafi betur gegn Trump í kosningunum og líklega voni engin það meira en hann, nema kannski Melania sem hreinlega hati eiginmann sinn.
„Ég met hatur gegn Donald Trump á Melaniu-kvarðanum,“ sagði aðstoðarmaðurinn fyrrverandi og nefndi sem dæmi að eiginkona Scaramucci hati Trump jafn mikið og Melania. Eina manneskjan sem hann veit um sem hatar forsetann fyrrverandi meira en uppgjafahersforinginn Mark Milley. „Ég hef bara hitt eina manneskju sem hatar Trump meira en Melania. Það er hershöfðinginn Milley. Hann er sá eini sem ég hef hitt hingað til sem hatar hann heitar en Melania.“
Eftir áhlaupið á bandaríska þinghúsið í janúar 2021 lét Trump ummæli falla þar sem hann lagði til að Milley, sem var einn æðsti maður bandaríska hersins á þeim tíma, yrði tekinn af lífi. Vísaði Trump þar til símtals sem Milley átti við kínverska embættismenn fyrir og eftir áhlaupið. Trump taldi Milley hafa gerst sekan um landráð með þessum símtölum, nokkuð sem Milley hefur harðlega mótmælt og bent á að Trump hafi brugðist ókvæða við þegar hann tapaði kosningunum fyrir Joe Biden og Kína óttast að verað fyrir barðinu á reiði hans. Því hafi Milley þurft að fullvissa Kína um að Trump hefði ekki ótakmarkaðan aðgang að kjarnorkuvopnunum og að Bandaríkin væru ekki með neinar aðgerðir gegn Kína á prjónunum.
Scaramucci var eins harðorður í garð leiðtoga repúblikana flokksins sem hafi sett hagsmuni flokksins á hliðina til að koma Trump aftur til valda.