fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Njósnarinn reyndist vera raðnauðgari

Pressan
Fimmtudaginn 19. september 2024 15:30

Brian Jeffrey Raymond raðnauðgari og fyrrverandi njósnari. Mynd: FBI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem starfaði lengi fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA hefur verið dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að byrla 28 konum ólyfjan, ljósmynda þær síðan og brjóta kynferðislega á þeim. Áttu brot hans sér aðallega stað utan Bandaríkjanna en maðurinn, sem heitir Brian Jeffrey Raymond, starfaði í leynilegum erindagjörðum fyrir CIA og verður því líklega best lýst sem njósnara.

CBS greinir frá málinu. Hluti þolenda hans bar vitni fyrir dómi. Sögðu konurnar allar að Raymond hefði komið afar vel fyrir og að þær hafi treyst honum.

Er talið um að ræða eitt umfangsmesta lögbrot af hálfu starfsmanns í sögu CIA.

Raymond hafði í fórum sínum um 500 ljósmyndir af þolendum sínum en á myndunum voru konurnar meðvitundarlausar og yfirleitt naktar. Á mörgum myndanna mátti sjá hann sitja ofan á konunum og káfa á þeim og einnig tók hann nærmyndir af brjóstum þeirra og kynfærum.

Saksóknari kallaði Raymond rándýr. Hann er 48 ára gamall og brot hans ná allt aftur til ársins 2006 og áttu sér einkum stað í þeim löndum þar sem hann starfaði fyrir CIA til að mynda í Mexíkó, Perú og öðrum ótilgreindum ríkjum sem ekki hefur verið upplýst um hver eru, vegna eðlis starfa Raymond. Upp komst um brot hans árið 2020 þegar nakin kona öskraði eftir hjálp af svölum íbúðar sem hann bjó í, vegna starfa sinna fyir CIA, í Mexíkóborg.

Raymond kynntist konunum yfirleitt á Tinder. Hann bauð þeim í heimsókn í íbúðir sem bandaríska ríkið var með á leigu fyrir hann. Þegar í íbúðirnar var komið bauð hann konunum vínglas sem búið var að setja ólyfjan í. Þegar konurnar voru orðnar meðvitundarlausar eyddi hann næstu klukkustundum í að setja nakta líkama þeirra í alls kyns stellingar síðan tók hann myndir af konunum og braut kynferðislega á þeim. Stundum opnaði hann augu þeirra og stakk fingri upp í munninn á þeim.

Vissu ekki af brotunum

Hluti kvennanna sem Raymond braut á sagði frá því fyrir rétti hvaða áhrif það ofbeldi sem hann beitti hefur haft á líf þeirra. Sumar þeirra sögðust vegna minnisleysisins, af völdum þeirra lyfja sem þeim var byrlað, ekki hafa vitað af brotunum fyrr en alríkislögreglan FBI hafði samband við þær.

Ein konan sem sá myndir af sér úr fórum Raymond sagði að hún hefði litið út eins og lík og síðan hafi hún oft fengið martraðir um að hún væri dáin. Önnur sagðist hafa fengið taugaáfall og margar kvennanna sögðust eiga mun erfiðara en áður með að treysta öðru fólki.

Raymond sagðist fyrir dómi iðrast mjög gjörða sinna og bað þolendur sína afsökunar.

FBI segir að ekki hafi tekist að bera kennsl á allar konurnar á myndunum sem fundust í fórum Raymond.

FBI hrósar öllum þeim konum sem stigu fram í hástert.

Það kemur ekki fram í frétt CBS hvort að konurnar hafi allir verið ríkisborgarar þeirra landa þar sem brotin voru framin en fram kemur að erlendar löggæslustofnanir hafi aðstoðað við rannsókn málsins.

Mál Raymond er eitt mál sem upp hefur komið í röð kynferðisbrotamála innan CIA en sú leyndarhyggja sem ríkir yfir starfsemi stofnunarinnar hefur flækt verulega þá viðleitni að uppræta kynferðisofbeldi og misrétti gegn konum þar innanhúss.

Stofnunin hefur þó fordæmt Raymond opinberlega og hrundið af stað sérstakri umbótaáætlun í þessum málum.

Lögmenn Raymond vildu meina að hegðun hans stafaði af því að störf hans fyrir CIA hefðu gert hann tilfinningalausan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð