fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Pressan

Leiðtogi Hezbollah segir að Ísrael hafa lýst yfir stríði með samskiptatækjaárásunum

Pressan
Fimmtudaginn 19. september 2024 19:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðtogi Hezbollah-samtakanna, Hasan Nasrallah, segir árásir Ísrael á Hezbollah í vikunni hafi falið í sér stríðsyfirlýsingu.

„Óvinurinn hefur gengið yfir öll mörk og farið yfir strikið,“ sagði Nasrallah í ávarpi sínu sem margir höfðu beðið eftir í kjölfar sprengjuárása á vikunni. Minnst 37 létu lífið og hátt í 3.000 særðust þegar símboðar í eigu Hezbollah sprungu samtímis á þriðjudaginn og svo þegar talsstöðvar samtakanna sprungu degi síðar.

Nasrallah segir að árásirnar feli í sér stórfellda ögrun við Líbanon, öryggi þjóðarinnar og fullveldi. Telur hann jafnframt að með árásunum hafi Ísrael framið stríðsglæpi og lýst beinlínis yfir stríði.

Á meðan ávarpi Nasrallah var sjónvarpað flugu herþotur Ísrael yfir landið og sprengjudrunur heyrðust í höfuðborginni. Nasrallah sagði Hezbollah þó ekki af baki dottin, en samtökin muni halda aðgerðum sínum gegn Ísrael áfram svo lengi sem Ísrael heldur áfram stríði sínu á Gaza-ströndinni í Palestínu.

„Ísrael mun mæta uppgjöri og við munum gjalda þeim árásirnar hvort sem þeim líkar það eða ekki.“

Ísrael hefur ekki gengist við ábyrgð á árásunum en sérfræðingar telja þó erfitt fyrir yfirvöld þar í landi að þræta fyrir árásirnar þar sem svo margt bendir til að öryggissveitir Ísrael hafi þróað og dreift sprengjunum. Bandaríkin hafa þó lýst því yfir að Ísrael sé á bak við árásirnar.

Íbúar í höfuðborg Líbanon, Beirut, eru nú uggandi og óttast að árásirnar verði fleiri.

Nánar má lesa um málið hjá Washington Post

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“