fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Pressan

Fjallgöngumaður hrapaði til bana fyrir framan eiginkonu sína – Gaf ekki eitt einasta hljóð frá sér

Pressan
Fimmtudaginn 19. september 2024 22:00

Daniel og Emma Heritage. Mynd:Heritage fjölskyldan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emma Heritage varð vitni að því þegar eiginmaður hennar, Daniel, rann fram af klettasyllu og hrapaði til bana. Hann lenti á hverri syllunni á fætur annarri á leiðinni niður en gaf aldrei frá sér eitt einasta hljóð.

Metro skýrir frá þessu og segir að hjónin hafi bæði verið reynt fjallgöngufólk og hafi ákveðið að klífa Mother‘s Day Buttress fjallið í Banff þjóðgarðinum í Kanada en þetta var fyrsta sumar þeirra hjóna í Kanada en þau eru bæði frá Ástralíu.

Það var í byrjun október 2022 sem þau lögðu af stað upp fjallið en þau reiknuðu með að þetta yrði síðasta fjallganga þeirra þetta árið. En þetta reyndist vera síðasta fjallgangan sem þau fóru saman í.

Þau höfðu verið par síðan þau voru 18 ára, eða í 10 ár.

Í samtali við climbing.com sagðist Emma muna vel hver síðustu orð Daniel voru þegar hún missti sjónar á honum á leiðinni upp: „Hjúkk, þetta var svolítið erfiðara en ég átti von á,“ sagði hann þar sem hann var í skjóli af brún brattrar hornsprungu.

Hún beið í 15 mínútur eftir að hann gæfi henni grænt ljós á að halda áfram en þá fann hún að það slaknaði á kaðlinum og Daniel hafi hrapað hljóðlaust.

„Ég fékk vont í magann þegar ég sá Daniel rúlla á miklum hraða í átt að brúninni þar sem ég sá hann síðast. Hann hélt áfram að rúlla og flaug fram af brúninni. Hann hrapaði síðan lengra niður og lenti á mörgum syllum þar til hann endaði á syllunni þar sem ég var. Um leið og hann lenti vissi ég að ég gæti ekki gert mikið fyrir hann.“

Síðar sagði hún í samtali við The Advertiser: „Hann öskraði ekki eða gaf frá sér hljóð. Það blæddi mikið úr munni hans, hann missti fljótt meðvitund og sýndi engin viðbrögð.“

Hann var með hjálm en það kom ekki í veg fyrir að hann hlyti alvarlega höfuðáverka í þessu 20 metra falli. Emma hélt honum í faðmi sér í 90 mínútur á meðan hún beið eftir að björgunarlið kæmi á vettvang.

Hún hefði átt að finna fyrir létti þegar þeir komu á vettvang en þess í stað varð það ein erfiðasta stund lífs hennar. Þegar hún sá að það var forgangsverkefni björgunarmanna að hífa hana upp í þyrlu, vissi hún að Daniel var dáinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“