fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Pressan

Eiginkonan grilluð og búin að fá nóg: „Ég skil núna af hverju konur kæra ekki nauðganir“

Pressan
Fimmtudaginn 19. september 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gisele Pelicot, fyrrverandi eiginkona Dominique Pelicot, sem fengið hefur viðurnefnið „Skrímslið í Avignon“, er afar ósátt við ágengar spurningar verjenda hans og annarra sem ákærðir eru í hrottalegu máli sem nú er fyrir dómstólum.

Mikið hefur verið fjallað um málið en Dominique er ákærður fyrir að hafa byrlað eiginkonu sinni ólyfjan ítrekað og fengið ókunnuga til þess að nauðga henni. Tók Dominique myndir og myndbönd af misnotkuninni og vistaði efnið samviskusamlega í tölvu sína, alls um 20 þúsund myndir og myndbönd. Hann viðurkenndi brot sín í vikunni.

Gisele, sem kaus að koma fram undir nafni í réttarhöldunum til að varpa ljósi á sjúkan hug þeirra sem brutu gegn henni, hefur sjálf þurft að svara ágengum spurningum í réttarhöldunum. Í vitnastúkunni í gær lét hún í sér heyra og gagnrýndi verjendur þeirra sem ákærðir eru.

Skrímslið í Avignon varpaði sprengju í morgun: „Ég er nauðgari, eins og allir aðrir hér inni“

„Síðan ég kom í þennan réttarsal hef ég verið niðurlægð. Ég hef verið kölluð alkóhólisti og að ég hafi verið með í ráðum. Ég hef heyrt þetta allt saman,“ sagði hún og bætti svo við: „Ég skil núna af hverju konur kæra ekki nauðganir.“

Sagði Gisele að eina markmiðið virtist vera að niðurlægja fórnarlömbin með ágengum spurningum.

Á einum tímapunkti var hún spurð hvort hún hefði í raun og veru verið rænulaus í ákveðið skipti þegar henni var nauðgað og brotið tekið upp á myndband. „Ég gaf ekki Dominique eða nokkrum þessara manna samþykki mitt. Ég gat ekki svarað neinum í því ástandi sem ég var í og myndböndin sýna fram á það.“

Dominique hefur sem fyrr segir játað sök í málinu og hann hvatti í vikunni verjendur í réttarsalnum til að hætta að mála upp dökka mynd af fyrrverandi eiginkonu sinni. „Ég gerði margt sem hún hafði ekki hugmynd um. Þeir vissu hvað þeir voru að gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“