Metro segir að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þá hafi hitinn verið um 40 gráður þegar þetta gerðist. Það var ættingi mæðgnanna sem kom að bílnum og fann litlu stúlkuna lífvana í bílnum. Hann tók hana strax út úr bílnum og hringdi í neyðarlínuna. Ily var strax flutt á sjúkrahús en var úrskurðuð látin skömmu eftir komuna þangað.
Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við KABC að fjöldi áfengisflaskna hafi verið í bílnum.
Móðirin, Sandra Hernandez, var einnig flutt á sjúkrahús. Að skoðun lokinni var hún handtekin og flutt í fangageymslu.
Hitabylgja var í suðurhluta Kaliforníu þegar Ily lést.
Þetta er ekki fyrsti harmleikurinn sem dynur á fjölskyldunni faðir hennar, Juan Ruiz, missti tvo syni sína, þá Alaries 5 ára og Cyris 9 ára, árið 2012 þegar drukkinn ökumaður ók yfir tjald þeirra þar sem feðgarnir voru í útilegu.