fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Lítil stúlka lést af völdum hita eftir að móðir hennar sofnaði ölvunarsvefni fram á stýrið

Pressan
Miðvikudaginn 18. september 2024 08:30

Sandra og Ily Hernandez Mynd:Orange County Sheriff’s Department

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ily Elizabeth Ruiz, þriggja ára, lést nýlega eftir að móðir hennar sofnaði ölvunarsvefni fram á stýrið í Ford Expedition bíl sínum. Harmleikurinn átti sér stað í Anaheim í Kaliforníu.

Metro segir að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þá hafi hitinn verið um 40 gráður þegar þetta gerðist. Það var ættingi mæðgnanna sem kom að bílnum og fann litlu stúlkuna lífvana í bílnum. Hann tók hana strax út úr bílnum og hringdi í neyðarlínuna. Ily var strax flutt á sjúkrahús en var úrskurðuð látin skömmu eftir komuna þangað.

Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við KABC að fjöldi áfengisflaskna hafi verið í bílnum.

Móðirin, Sandra Hernandez, var einnig flutt á sjúkrahús. Að skoðun lokinni var hún handtekin og flutt í fangageymslu.

Hitabylgja var í suðurhluta Kaliforníu þegar Ily lést.

Þetta er ekki fyrsti harmleikurinn sem dynur á fjölskyldunni faðir hennar, Juan Ruiz, missti tvo syni sína, þá Alaries 5 ára og Cyris 9 ára, árið 2012 þegar drukkinn ökumaður ók yfir tjald þeirra þar sem feðgarnir voru í útilegu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig
Pressan
Í gær

Hér er besti matur í heimi

Hér er besti matur í heimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“