Eins og greint hefur verið frá létust tólf og hátt í þrjú þúsund særðust þegar Ísraelsmenn komu fyrir sprengiefni í símboðum liðsmanna Hizbollah-samtakanna. Talið er að Ísraelsmenn hafi verið þarna að verki og þeir komið sprengiefninu fyrir í símboðunum áður en þeim var svo dreift til liðsmanna Hizbollah fyrr á þessu ári. Símboðarnir sprungu svo allir nær samtímis.
Á samfélagsmiðlum mátti sjá myndir af illa slösuðum liðsmönnum samtakanna og voru margir til dæmis illa farnir á höndum og í andliti.
Breska ríkisútvarpið, BBC, ræddi við Warrak og hann lýsti ástandinu á sjúkrahúsinu í gær sem algjörri martröð. Segist hann hafa þurft að fjarlægja fleiri augu í gær en hann hefur gert samtals á 25 ára ferli sínum sem augnlæknir.
„Þetta var hrikalega erfitt. Flestir þeirra sem komu voru ungir karlmenn á þrítugsaldri og í sumum tilfellum þurfti ég að fjarlægja bæði augun,“ sagði hann.