fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Augnlæknir í Beirút upplifði martröð í vinnunni í gær

Pressan
Miðvikudaginn 18. september 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elias Warrak, sérfræðingur í augnlækningum við Mount Lebanon-háskólasjúkrahúsið í Beirút í Líbanon, segist hafa átt afar erfiðan dag í vinnunni í gær.

Eins og greint hefur verið frá létust tólf og hátt í þrjú þúsund særðust þegar Ísraelsmenn komu fyrir sprengiefni í símboðum liðsmanna Hizbollah-samtakanna. Talið er að Ísraelsmenn hafi verið þarna að verki og þeir komið sprengiefninu fyrir í símboðunum áður en þeim var svo dreift til liðsmanna Hizbollah fyrr á þessu ári. Símboðarnir sprungu svo allir nær samtímis.

Á samfélagsmiðlum mátti sjá myndir af illa slösuðum liðsmönnum samtakanna og voru margir til dæmis illa farnir á höndum og í andliti.

Breska ríkisútvarpið, BBC, ræddi við Warrak og hann lýsti ástandinu á sjúkrahúsinu í gær sem algjörri martröð. Segist hann hafa þurft að fjarlægja fleiri augu í gær en hann hefur gert samtals á 25 ára ferli sínum sem augnlæknir.

„Þetta var hrikalega erfitt. Flestir þeirra sem komu voru ungir karlmenn á þrítugsaldri og í sumum tilfellum þurfti ég að fjarlægja bæði augun,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“