Nokkrir líkamshlutar voru settir í blandara og leystir upp í efnablöndu að sögn bz Basel. Eiginmaður hennar, sem er aðeins nefndur Thomas í svissneskum fjölmiðlum, hefur játað að hafa myrt hana og að hafa sundurhlutað líkið og sett líkamshluta í blandarann. Hann fór fram á það við dómara í Lausanne í síðustu viku að vera látinn laus úr gæsluvarðhaldi og sagðist hafa drepið eiginkonu sína í sjálfsvörn. Dómari hafnaði þeirri beiðni hans.
Hann sagði að Kristina hefði ráðist á hann með hníf en niðurstöður tæknirannsókna á vettvangi ganga gegn þessari fullyrðingu hans.
Fyrir dómi kom einnig fram að Thomas sýni „ákveðin merki andlegra veikinda“ og lýstu lögreglumenn honum sem manni með „sadískar tilhneigingar“.
Saksóknari sagði að hann hefði haldið Kristina upp við vegg og kyrkt hana.