fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
Pressan

Skrímslið í Avignon varpaði sprengju í morgun: „Ég er nauðgari, eins og allir aðrir hér inni“

Pressan
Þriðjudaginn 17. september 2024 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dominique Pélicot, 71 árs karlmaður sem fengið hefur viðurnefnið „Skrímslíð í Avignon“ bar loks vitni í morgun í dómsmáli sem höfðað hefur verið gegn honum og tugum annarra karlmanna.

Pélicot er ákærður fyrir að hafa byrlað eiginkonu sinni ólyfjan ítrekað og fengið ókunnuga til þess að nauðga henni. Tók Dominique myndir og myndbönd af misnotkuninni og vistaði efnið samviskusamlega í tölvu sína, alls um 20 þúsund myndir og myndbönd.

Til stóð að Pélicot bæri vitni í síðustu viku en því var frestað þar sem hann glímdi við heilsubrest. Kom hann fyrir dóm í morgun og segir Daily Mail að hann hafi komið fólki í réttarsalnum í opna skjöldu með því sem hann sagði og viðurkenndi að hafa gert.

„Ég er nauðgari, eins og allir aðrir hér inni,“ sagði Pélicot og játaði að hafa gerst sekur um þau brot sem lýst er í ákæru.

Bar fullkomið traust til hans

Fyrrverandi eiginkona Pélicot, konan sem hin svívirðilegu brot beindust gegn, sýndi mikið hugrekki þegar hún tjáði sig á eftir að Pélicot játaði brot sín.

„Það er erfitt að heyra þetta. Í 50 ár bjó ég með manni sem mig grunaði aldrei, ekki í eina sekúndu, að gæti gert eitthvað þessu líkt. Ég bar fullkomið traust til hans,“ sagði hún.

Pélicot ítrekaði að hann væri sekur í málinu. „Ég kom eiginkonu minni, börnum og barnabörnum í þessa stöðu. Ég sé eftir því sem ég gerði. Ég bið um fyrirgefningu, jafnvel þó þetta sé ófyrirgefanlegt.“

Nauðgað í æsku

Pélicot sagði síðan að atvik í æsku hefðu mótað hann á fullorðinsárunum. Sjálfur hefði hann orðið fyrir kynferðisofbeldi níu ára gamall og orðið vitni að nauðgun þegar hann var fjórtán ára. „Ég man bara eftir áföllum úr æsku minni. Hún átti þetta ekki skilið, ég viðurkenni það,“ sagði hann og hélt áfram:

„Við fæðumst ekki sem öfuguggar, það er eitthvað sem við verðum […] Þó það hljómi þversagnarkennt þá hef ég aldrei litið á eiginkonu mína sem hlut. Hvað varðar barnaníð þá hef ég aldrei viljað neitt slíkt.“

Dóttirin brast í grát í réttarsal sakamálsins sem skekur Frakkland – Komst að því að faðir hennar safnaði viðurstyggilegum myndum af henni

Hann rifjaði svo upp þegar honum var nauðgað níu ára gömlum en það gerðist á sjúkrahúsi eftir að hann fékk gat á höfuðið. „Ég sat í myrkrinu með plástur á höfðinu. Það kom maður inn og sagði: „Ég heiti Basile, viltu sælgæti?““ Ég fann fyrir yfirvaraskeggi og miklum sársauka og ég skildi ekki hvað var að gerast.“

Á 20 ára fangelsi yfir höfði sér

Hann sagði svo að líf hans hafi breyst til hins betra eftir að hann kynntist eiginkonu sinni, Gisele, þegar þau voru enn unglingar.

„Ég var afar ánægður með hana og hún var algjör andstæða móður minnar.“

Yfirlýsing Pélicot í morgun kom mörgum í opna skjöldu, ekki síst í ljósi þess sem sálfræðingur sem kallaður var fyrir dóminn sagði skömmu eftir að réttarhöldin hófust. Í viðtölum við hann sagðist hann hafa byrlað konu sinni ólyfjan því hún hafi neitað að stunda svokölluð makaskipti (e. swing) með honum.

Dómur í málinu mun falla á næstunni en Pélicot á yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi eins og aðrir sem eru ákærðir í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á að setja salt í kartöfluvatnið á undan eða eftir kartöflunum?

Á að setja salt í kartöfluvatnið á undan eða eftir kartöflunum?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vitsmunaverur gætu stýrt hröðustu stjörnunum í vetrarbrautum

Vitsmunaverur gætu stýrt hröðustu stjörnunum í vetrarbrautum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn