fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Pressan

Skrímslið í Avignon játar brot sín og segist vera nauðgari – „Ég eyðilagði allt, ég tapaði öllu. Ég þarf að gjalda fyrir brot mín“

Pressan
Þriðjudaginn 17. september 2024 12:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er nauðgari, líkt og aðrir í þessu herbergi,“ játaði Dominique Pelicot, einnig þekktur sem skrímslið í Avignon, fyrir dómi í Frakklandi í dag. Pelicot er sakaður um að nafa nauðgað eiginkonu sinni Gisele ítrekað á 10 ára tímabili og eins byrlað konu sinni ólyfjan svo hinir 50 sakborningar málsins gætu gert hið sama.

„Þeir voru allir meðvitaðir og geta ekki haldið öðru fram,“ sagði Pelicot ennfremur og vísaði þar til hinna sakborninganna sem margir hafa lýst yfir sakleysi í málinu með þeim rökstuðningi að þeir hafi ekki vitað að Gisele væri ósamþykk verknaðinum.

Pelicot játaði sök fyrir dómi í dag og sagði að kona sín hefði ekki átt þetta skilið.

Gisele fékk tækifæri til að bregðast við framburði fyrrverandi eiginmanns síns og þáði hún það boð. Hún horfði á sinn fyrrverandi köldum augum og sagði: „Það er erfitt fyrir mig að hlusta á þetta. Í hálfa öld bjó ég með manni sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér að vera fær um þetta. Ég treysti honum algörlega“

Samkvæmt lögum í Frakklandi njóta þolendur og meintir gerendur nafnleyndar og ekki má birta af þeim myndir án þeirra samþykkis nema af sakborningum eftir að þeir eru sakfelldir. Gisele afsalaði sér nafnleysinu til að tryggja að skömminni væri skilað þangað sem hún ætti heima.

„Ég er sekur um það sem ég gerði. Ég lét þetta ganga yfir konu mína, börn og barnabörn. Ég sé eftir því sem ég gerði. Ég bið um fyrirgefningu jafnvel þó þetta sé ófyrirgefanlegt,“ sagði Pelicot. Hann segir að framkomu sína megi rekja til þess að hann var misnotaður af hjúkrunarfræðing þegar hann var aðeins 9 ára gamall.

„Ég man ekki annað úr æsku en áföll á áföll ofan. Hún átti þetta ekki skilið. Ég játa það. Við fæðumst ekki sem pervertar, við verðum pervertar.“

Hann sagði hafa elskað konu sína og komið vel fram við hana í fjörutíu ár. Í 10 ár hafi hann elskað hana og komið illa fram. Þetta hafi orðið að fíkn sem hann gat ekki hætt. Jafnvel þegar kona hans fór að finna fyrir heilsubrest eftir að hafa ítrekað verið byrlað ólyfjan, þá gat hann ekki hætt. Þörfin til að halda brotunum áfram varð ástinni yfirsterkari. Hann segist aldrei hafa séð konu sína sem hlut og réttlætti að hafa leyft öðrum mönnum að brjóta á henni með því að hann hafi alltaf verið inni í herberginu til að vernda hana.

„Eiginkona mín var sú besta. Ég eyðilagði allt, ég tapaði öllu. Ég þarf að gjalda fyrir brot mín.“

Pelicot segir að nú ætli hann sér að berjast fyrir fyrrverandi konu sinni svo fólk sjái að hún var þolandi og að hinir sakborningarnir hafi allir vitað að þeir væru að nauðga meðvitundalausri konu án hennar vitundar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Umdeild hálfleikssýning Beyoncé á jóladag – „Það eru jól og margar fjölskyldur að horfa saman“

Umdeild hálfleikssýning Beyoncé á jóladag – „Það eru jól og margar fjölskyldur að horfa saman“
Pressan
Í gær

Þetta vissir þú líklega ekki um hunda

Þetta vissir þú líklega ekki um hunda
Pressan
Fyrir 3 dögum

MAGA-hreyfingin sýpur hveljur eftir umdeild ummæli Musk

MAGA-hreyfingin sýpur hveljur eftir umdeild ummæli Musk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er sterkasti bjór í heimi – Sérstök aðvörunarmerki eru sett á hann

Þetta er sterkasti bjór í heimi – Sérstök aðvörunarmerki eru sett á hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slepptu mjólkinni – Þetta er það vinsælasta til að setja út í kaffi þessa dagana

Slepptu mjólkinni – Þetta er það vinsælasta til að setja út í kaffi þessa dagana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Halifax

Harmleikurinn í Halifax