fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Ringulreið í Líbanon: Símboðar liðsmanna Hezbollah sprungu og margir illa slasaðir

Pressan
Þriðjudaginn 17. september 2024 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að nokkur hundruð liðsmenn Hezbollah-samtakanna hafi særst eða látið lífið í dag þegar sprengjum var komið fyrir í símboðum sem liðsmenn nota til að hafa samskipti sín á milli.

Flestir liðsmenn samtakanna voru í Beirút, höfuðborg Líbanons, eða í suðurhluta landsins þegar tækin sprungu samtímis.

Ónafngreindur heimildarmaður innan Hezbollah- segir að um sé að ræða stærsta öryggisbrest í sögu samtakanna.

Það er alls óvíst á þessari stundu hvernig þetta gat átt sér stað og hvaða tækni var notuð, en getgátur eru uppi um að ísraelska leyniþjónustan hafi komið þarna nálægt.

Daily Mail segir frá því að mikil ringulreið hafi komið upp í Beirút eftir sprengingarnar en á samfélagsmiðlum má til dæmis sjá myndir af illa slösuðum liðsmönnum samtakanna. Á einu myndbandi má sjá meintan liðsmann samtakanna með sundurtættar hendur eftir að símtæki hans sprakk.

AFP hefur eftir heimildarmanni innan Hezbollah að það sé engum vafa undirorpið að Mossad, ísraelska leyniþjónustan, hafi komið einhvers konar sprengjum fyrir í tækjunum. Ísraelsher hefur enn sem komið er ekki tjáð sig um málið.

Hassan Nasrallah, núverandi aðalritari Hezbollah, hvatti liðsmenn samtakanna fyrr á þessu ári til að nota frekar símboða en farsíma til að eiga samskipti sín á milli. Taldi hann að auðveldara væri fyrir leyniþjónustur erlendra ríkja, Ísraels sem dæmi, að fylgjast með samskiptum í gegnum farsíma.

Símboðar nutu töluverðra vinsælda hér á árum áður en um er að ræða þráðlaust símtæki sem tekur við símanúmeri þess sem hringir og pípir um leið. Getur notandi símboðans þá hringt í viðkomandi þegar hann hefur aðgang að síma. Voru símboðarnir vinsælir áður en hinir hefðbundnu farsímar náðu almennri útbreiðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð