Svona hefst grein, sem var birt á vef Metro, eftir konu eina sem leitaði álits kynlífsráðgjafa miðilsins. Næst skrifaði hún:
„Ég hætti með kærastanum mínum, við höfðum verið lengi saman, í júlí. Okkur hafði ekki samið vel en höfðum bókað sumarfrí saman og ég hlakkaði mjög til þess. Og þrátt fyrir að sambandsslitin hafi legið í loftinu, þá var ég að vona að við gætum þraukað þar til eftir fríið.
Því miður hafði hann ekki jafn mikinn áhuga á því og ég og hann sleit sambandinu. Ég reyndi að fá vinkonu mína til að fara með mér í staðinn en það gekk ekki upp og ég ákvað því að fara ein.
Ég hafði aldrei áður farið ein í frí en ég er frekar myndarleg og fjörug og hélt að það myndi vera einfalt að hitta fólk sem ég gæti verið með. En það reyndist ekki vera svo auðvelt á einni viku og á hverju kvöldi fór ég ein á bari. Ég hef aldrei átt í vandræðum með að ná í stráka og þar sem ég elska kynlíf, þá var ekki erfitt að fá þá með mér í bólið.
Ég upplifði margt frábært og þrátt fyrir að ég hafi alltaf verið svolítið drukkin, þá var ég ekki svo drukkin að ég gæti ekki notið þess. Ég var ekki að leita að neinu varanlegu og sagði þeim öllum að ég vildi bara skemmta mér og þeir virtust allir sáttir við það.
Eftir viku var kominn tími til að fara heim en í stað þess að fara endurnærð, og með frjálsræðistilfinningu, upp í flugvélina, þá var ég niðurdregin og skammaðist mín. Ég átti ekki von á að mér myndi líða svona, en ég virðist ekki geta komist yfir þetta.“