fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Þingmaður tók þátt í að deila samsæriskenningu til að réttlæta slæma frammistöðu Trump í kappræðunum

Pressan
Mánudaginn 16. september 2024 18:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaður repúblikana, Marjorie Taylor Greene, tók þátt í að dreifa samsæriskenningu um kappræður forsetaframbjóðendanna. Hún hefur nú gengist við því að hafa dreift falsfrétt.

Samsæriskenningin kom frá notanda á miðlinum X [áður Twitter] sem meðal annars segist hafa tekið þátt í áhlaupinu á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021. Ekki liggur fyrir hver er raunverulega á bak við aðganginn en líklegt þykir að viðkomandi tísti undir dulnefni. Þessi notandi hélt því fram að uppljóstrari frá ABC fréttastofunni hefði upplýst að Kamala Harris hefði fengið sendar spurningar fyrir kappræðurnar og að henni hafi verið lofað að harðar yrði gengið að Donald Trump en henni. Þessi uppljóstrari átti að hafa lofað sönnunargögnum sem áttu að birtast um helgina. Áður en það gerðist fór þó sú saga að ganga að uppljóstrarinn hefði látið lífið í dularfullu slysi.

Greene deildi kenningunni og tísti um sviplegt andlát meints uppljóstrara. Fjórum klukkustundum síðar leiðrétti Greene mál sitt.

„Þessi frétt virðist vera uppspuni og ég er ánægð að heyra það,“ sagði Greene en gekkst þó aðeins við því að falsfréttin varðaði andlát meints uppljóstrara en hún heldur því þó áfram fram að uppljóstrarinn sé raunverulegur. „Við þurfum alvöru rannsókn á frásögn uppljóstrarans um að Kamala Harris hafi fengið sendar spurningarnar áður en kappræðurnar fóru fram á ABC fréttarásinni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld
Pressan
Fyrir 6 dögum

Merk uppgötvun neðansjávar

Merk uppgötvun neðansjávar