fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Drama í skákinni – Notaðir smokkar og klám

Pressan
Mánudaginn 16. september 2024 07:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að eitt og annað undarlegt gerist í skákheiminum. Fjallað hefur verið um deilur á skákmótum hér innanlands sem hafa jafnvel leitt til árekstra fjarri skákborðinu. En notaðir smokkar og klám – er það ekki ansi langt gengið?

Anna Cramling, sem er sænsk skákkona, kom nýlega fram í hlaðvarpinu Sjakksnakk og skýrði frá því sem karlkyns alþjóðlegur meistari  gerði henni og fleiri konum.

„Það klikkaðasta sem hann gerði var að hann sendi bréfið í nafni annars. Ég opnaði bréfið í þeirri trú að það væri frá vini. Þetta var klikkað. Mér brá mikið og ég hugsaði með mér: „Af hverju fæ ég þetta?“, sagði hún.

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og segir að Cramling sé meðal vinsælustu skákmannanna sem streyma frá skákum sínum. Hún er með rúmlega eina milljón fylgjenda á YouTube.

Cramling, sem er 22 ára, sagði að þetta hafi byrjað þegar hún var 17 eða 18 ára. „Ég hélt að það væri bara ég. Þegar ég sá að fleiri stelpur höfðu lent í þessu, hugsaði ég: „Þetta er hræðilegt og ógeðslegt.“

Í ágúst var skákmaður dæmdur í 5 ára bann af aganefnd alþjóðaskáksambandsins FIDE. Ástæða er að hann sendi bréf til kvenna og barna með ósæmilegu innihaldi.

Það var rússneski miðillinn Meduza, sem er starfræktur utan Rússlands, sem fyrst skýrði frá málinu fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Kom fram að minnst 15 skákkonur hefðu fengið bréf frá manninum.

Cramling sagði ekki hvað hún fékk í pósti en bæði Meduza og FIDE hafa skýrt frá því að margar kvennanna hafi fengið klám og notaða smokka.

Lögreglan hafði uppi á alþjóðlega meistaranum á grunni lífsýna.

Honum var ekki gerð refsing í heimalandi sínu því þar er athæfi af þessu tagi ekki refsivert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við