fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Segist hafa óvart komið af stað sögum um kattaát sem Trump og Vance tóku heilshugar undir

Pressan
Laugardaginn 14. september 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem skrifaði færslu á Faceboook sem kom af stað háværum kjaftasögum um meint kattaát innflytjenda frá Haítí í bænum Springfield í Ohio-ríki í Bandaríkjunum, sem Donald Trump og varaforsetaefni hans J.D. Vance hafa nýtt sér óspart í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í nóvember, segir að það hafi aldrei verið ætlun sín. Hún segist ekki hafa neina vitneskju um hið meinta kattaát og segist sjá gríðarlega eftir færslunni.

NBC fjallar um málið og ræddi við konuna sem heitir Erika Lee og býr í bænum.

Fyrir skömmu skrifaði hún færslu á Facebook um kött nágranna hennar. Kötturinn hafi horfið en Lee sagði nágrannann hafa talið að dýrið hefði orðið fyrir árás innflytjenda frá Haítí sem búa í grenndinni.

Nágrannninn, Kimberley Newton, segir hins vegar að þessar upplýsingar hafi hún fengið frá öðrum aðila.

Hún segir að í færslu Lee sé haft rangt eftir henni. Raunar væri kötturinn í eigu kunningja vinar hennar.

Færsla Lee fór fljótt í mikla dreifingu í netheimum. Hún segist aldrei hafa átt von á því og hefur eytt færslunni en fjölmargir tóku skjáskot áður en Lee eyddi henni.

Reynt var að tengja aðrar færslur við hið meinta kattaát fólks frá Haítí í Springfield. Til að mynda var birt myndband af konu sem hafði að sögn drepið kött og reynt að éta hann en það var tekið í bænum Canton í Ohio en sú kona tengist Haítí ekki á nokkurn hátt.

Engar sannanir

Lögreglan í Springfield og embættismenn í bænum hafa sagt engar sannanir vera fyrir því að innflytjendur frá Haítí hafi lagt sér ketti bæjarbúa til munns. Þrátt fyrir það hafa innistæðulausar fullyrðingar um slíkt breiðst út um Bandaríkin og Donald Trump og J.D. Vance hafa ekki verið feimnir við að taka undir þær.

Lee segir að hún hafi alls ekki átt von á að færslan myndi leiða til útbreiðslu haturs og verða gróðrastía fyrir kynþáttahatara sem hún sjálf sé alls ekki. Sjálf sé hún af blönduðum uppruna, hafi eignast dóttur með svörtum manni og tilheyri hinsegin samfélaginu.

Hinar tilhæfulausu kattaátssögur hafa valdið mkilu fári. Vegna sprengjuhótana hefur skólum og opinberum byggingum verið lokað í Springfield. Lee segist óttast um öryggi sitt og dóttur sinnar.

Hún segist einnig óttast mjög um öryggi innflytjendanna frá Haítí sem hafi verið logið upp á. Það hafi alls ekki verið ætlun hennar að beina neinum spjótum að þeim.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum