fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Pressan

Kannabisneysla getur valdið krabbameini í höfði og hnakka

Pressan
Laugardaginn 14. september 2024 17:30

Kannabisplöntur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil og regluleg kannabisneysla getur aukið líkurnar á að fá krabbamein í höfuð og hnakka. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem hefur verið birt í vísindaritinu JAMA Otolaryngology – Head & Neck Surgery.

Live Science segir að rannsóknin byggist á yfirferð á sjúkraskýrslum og ná þær yfir 20 ár. Vísindamennirnir fundu tengsl á milli þess að vera með kannabisneysluröskun og fyrrgreindra krabbameinstegunda.

Sjúkraskýrslurnar tilheyra rúmlega 116.000 Bandaríkjamönnum sem eru með kannabisneysluröskun. Talið er að 3 af hverjum 10 kannabisneytendum glími við slíka röskun. Skilgreiningin á þessari röskun er að einstaklingur hafi ekki stjórn á neyslunni og hún valdi vanlíðan og byggi upp þol neytanda sem kallar á meiri neyslu. Neyslan veldur því einnig að neytendur verða ósjálfstæðir og draga sig í hlé.

Þeir sem eru með kannabisneysluröskun eru 3,5 til 5 sinnum líklegri til að fá krabbamein í höfuð eða hnakka en aðrir samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar.

Niels Kokot, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í fréttatilkynningu að þetta sé ein fyrsta rannsóknin og sú stærsta fram að þessu, sem sýnir fram á tengsl krabbameins í höfði og hnakka og kannabisneyslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“
Pressan
Í gær

Mel Gibson gagnrýndur fyrir „klikkaða“ samsæriskenningu um eldana miklu

Mel Gibson gagnrýndur fyrir „klikkaða“ samsæriskenningu um eldana miklu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýtt trend – Láta taka óléttumyndir áður en þær verða óléttar

Nýtt trend – Láta taka óléttumyndir áður en þær verða óléttar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk mann til bana í neðanjarðarlest en verður ekki ákærður

Stakk mann til bana í neðanjarðarlest en verður ekki ákærður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu mörg hundruð risaeðluspor í Oxfordskíri

Fundu mörg hundruð risaeðluspor í Oxfordskíri