fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Pressan

Þessar myndir af Kim Jong-un valda mörgum áhyggjum

Pressan
Föstudaginn 13. september 2024 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndir sem birtar voru í hinum ríkisrekna norðurkóreska fjölmiðli KCNA í morgun af einræðisherranum Kim Jong-un hafa valdið ráðamönnum víða nokkrum áhyggjum.

Í vikunni var greint frá því að yfirvöld í Norður-Kóreu væru nú að vinna að því að endurskipuleggja stefnu sína þegar kemur að kjarnorkuvopnum. Sagði leiðtoginn að markmiðið væri að margfalda fjölda þeirra kjarnorkuvopna sem landið hefur yfir að ráða.

Hinn venjulegi leikmaður, ef svo má segja, áttar sig kannski ekki á því sem sést á myndunum hér að ofan. Einræðisherrann er þó augljóslega staddur í einhvers konar verksmiðju og sést ræða við starfsmenn við hlið lífvarða sinna.

Ástralski fjölmiðillinn News.com.au bendir þó á að myndirnar séu teknar í verksmiðju þar sem fram fer auðgun úrans. Þetta megi sjá á þeim tólum og tækjum sem sjást á myndunum.

Ekki liggur fyrir hvar eða hvenær myndirnar voru teknar en sérfræðingar eru á einu máli um að birting þeirra sé engin tilviljun. Þær eigi að sýna að Norður-Kóreumönnum sé fúlasta alvarlega þegar kemur að umræðunni um kjarnavopn.

Talið er að Norður-Kóreumenn starfræki minnst tvær verksmiðjur þar sem unnið er að auðgun úrans með skilvindum eins og sjást á myndunum hér að ofan. Önnur þeirra er sögð vera í Yongbyon og hin í Kangson, en báðir staðirnir eru stutt frá höfuðborginni Pyongyang.

Í frétt AP er haft eftir sérfræðingi að í umræddri verksmiðju sem sést á myndunum hér að ofan séu að líkindum um þúsund skilvindur, en þær duga til að framleiða um 20 til 25 kíló af auðguðu úrani á ári. Það er um það bil það magn sem þarf í eina kjarnorkusprengju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði
Pressan
Í gær

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvenær dagsins er best að taka D-vítamín? – Þetta segja vísindin

Hvenær dagsins er best að taka D-vítamín? – Þetta segja vísindin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leitin að þessum einstaka bíl stóð yfir áratugum saman

Leitin að þessum einstaka bíl stóð yfir áratugum saman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsmaðurinn segir demókrötum að þess vegna hafi þeir tapað – „lítið í spegil“

Sjónvarpsmaðurinn segir demókrötum að þess vegna hafi þeir tapað – „lítið í spegil“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjarna úr Bridgerton bregður sér í nýtt hlutverk

Stjarna úr Bridgerton bregður sér í nýtt hlutverk