Landamæraeftirlitið hefst 16. september og mun standa í sex mánuði til að byrja með. Auk hryðjuverkaógnar, er það vaxandi flóttamannastraumur sem fær Þjóðverja til að grípa til þessara aðgerða.
Þjóðverjar eru aðilar að Schengen-samningnum sem tryggir frjálsa för innan Schengensvæðisins. En samningurinn veitir aðildarríkjunum einnig möguleika á að taka upp landamæraeftirlit, ef ekkert annað er til ráða, til að glíma við ógnir gegn þjóðaröryggi og almannareglu.