fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Fast skotið í kappræðunum í nótt: „Þjóðarleiðtogar um allan heim hlæja að Donald Trump“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. september 2024 07:55

Donald Trump og Kamala Harris. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kamala Harris og Donald Trump mættust í kappræðum í beinni útsendingu í sjónvarpinu í nótt og er óhætt að segja að margir hafi beðið þeirra með mikilli eftirvæntingu.

Fréttaskýrendur virðast almennt þeirrar skoðunar að Harris hafi staðið sig betur. Trump var þó ekki í vafa um að hann hafi unnið sigur og talaði um hans bestu kappræður hingað til. Mjótt hefur verið á mununum á milli Harris og Trump í könnunum að undanförnu og segja skýrendur að kappræðurnar í nótt geti haft mikið um það að segja hvort þeirra verður forseti.

Í fréttaskýringu Daily Mail kemur fram að Trump hafi varið miklum tíma í að verja sjálfan sig í stað þess að setja pressu á Harris og afhjúpa veikleika hennar. Skaut Trump meðal annars á Harris vegna stöðu innflytjendamála í Bandaríkjunum og sagði  að hún bæri ábyrgð á því að flóttamenn væru að borða „hunda og ketti“ úti á götum Bandaríkjanna.

Þá kenndi hann Demókrötum um morðtilræðið sem honum var sýnt fyrir skemmstu en Trump slapp naumlega þegar byssukúla strauk eyra hans í Pennsylvaníu í júlí síðastliðnum.

„Þeir borða gæludýr fólksins sem býr þarna“

Kamala Harris er sögð hafa komið Trump í opna skjöldu rétt áður en kappræðurnar hófust því hún gekk að honum og tók í höndina á honum. Í kappræðum Joe Bidens og Donalds Trumps tókust þeir ekki í hendur og virðist Trump ekki hafa búist við því að Kamala Harris myndi rétta út höndina til hans.

Harris stóð sig mun betur en Trump í kappræðum næturinnar – „Hún valtaði yfir hann“

Sem fyrr segir talaði Trump um stöðu innflytjendamála og varði hann nokkrum tíma í að segja frá flóttamönnum frá Haítí sem hann sagði borða gæludýr.

„Í Springfield borða þeir hunda. Fólkið kemur þangað og borðar ketti. Þeir borða gæludýr fólksins sem býr þarna,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Kamala Harris hristi höfuðið þegar Trump hélt þessu fram. David Muir, stjórnandi kappræðnanna hjá ABC News, greip inn í og benti Trump á það að engar handbærar sannanir væru fyrir þessari fullyrðingu hans.

Trump hélt þó áfram að tala um innflytjendamál og sagði að hún og Joe Biden, núverandi forseti, bæru ábyrgð á því að til Bandaríkjanna streymdu milljónir manna úr „fangelsum og geðveikrahælum“. Harris sagði að Trump væri sjálfur dæmdur maður og það væri sorglegt að hann hefði reynt að sundra bandarísku þjóðinni með því að tala um innflytjendamál með þeim hætti sem hann gerði.

Fólk að drepast úr leiðindum

Kamala Harris náði að koma Trump úr jafnvægi með skoti sem sumir telja að hafi verið neðan beltis, ef svo má segja, þegar hún talaði um stuðningsmannasamkomur hans.

„Ég skal bjóða ykkur að horfa á kosningasamkomur hans því það er mjög áhugavert,“ sagði hún og horfði beint í myndavélina. „Það sem þið munuð sjá er að fólk byrjar að yfirgefa svæðið snemma vegna þess að það er úrvinda vegna leiðinda.“

Trump brást ekki vel við þessu skoti og skaut fast til baka. „Leyfið mér að tala aðeins um samkomurnar. Hún sagði að fólk færi snemma. Fólk fer ekki einu sinni á hennar samkomur. Og fólkið sem fer er fólk sem hún ýtir inn í strætó og borgar fyrir að mæta. Við erum með stærstu samkomurnar, ótrúlegustu samkomurnar,“ sagði Trump.

Trump étinn í hádegismat

Í kappræðunum var einnig komið inn á utanríkismál og sagði Harris að Trump væri hálfgerður kettlingur við hliðina á Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Sagði hún að Pútín myndi „éta hann í hádegismat“ þegar kæmi til dæmis að málefnum Úkraínu. Þá sagði hún erlenda einræðisherra hlæja að honum.

Trump skaut til baka og sagði að Harris hefði sýnt mikinn veikleika vegna stríðsins á Gaza og sakaði hana um að „hata Ísrael“. Nefndi hann að ef hún yrði forseti myndi Ísraelsríki þurrkast út á innan við tveimur vikum.

Eins og frægt er orðið átti Trump erfitt með að viðurkenna ósigur í kosningunum gegn Joe Biden árið 2020 og hann virðist enn þeirrar skoðunar að maðkur hafi verið í mysunni.

Kamala Harris svaraði ákveðið að Trump hefði verið rekinn af hvorki fleiri né færri en 81 milljónum kjósenda. „Og hann á greinilega erfitt með að sætta sig við það. Og ég skal segja ykkur það að á tíma mínum sem varaforseti Bandaríkjanna hef ég ferðast víða um heiminn og þjóðarleiðtogar um allan heim hlæja að Donald Trump.“

Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum þann 5. nóvember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Í gær

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt