Lukkutölurnar að þessu sinni voru 1, 2, 16, 24, 66 og var ofurtalan 6.
Miðinn var keyptur á bensínstöð í Sugar Land í Texas og fær bensínstöðin í sinn hlut eina milljón dollara, tæpar 140 milljónir króna. Sigurvegarinn hefur ekki gefið sig fram og því ekki ljóst á þessari stundu hver það var sem datt í lukkupottinn.
Í frétt New York Post kemur fram að líkurnar á að vinna þann stóra í Mega Millions-lottóinu séu eiginlega stjarnfræðilega litlar, eða 1 á móti 302.575.350.