fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Pressan

Steingervingar sýna að Grænland var græn túndra þakin blómum fyrir einni milljón ára

Pressan
Sunnudaginn 1. september 2024 15:30

Frá Nuuk á Grænlandi. Mynd: Oliver Schauf - Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir einni milljón ára var Grænland nærri íslaust á einhverjum tímapunkti og þar uxu meðal annars blóm. Þetta sýna íssýni sem voru tekin á miðhluta þessarar stærstu eyju heims.

Í dag þekur ís um 98% eyjunnar og því er útlit hennar allt annað en fyrir milljón árum. Live Science segir að í gegnum tíðina hafi skoðanir verið skiptar um hvort Grænland hafi alltaf verið ísi þakið á síðustu 2,7 milljónum árum.

En í fyrrgreindu íssýni fundust steingervingar sem veita fyrstu sönnunina fyrir að miðhluti Grænlandsjökuls, ekki bara jaðrarnir, bráðnuðu fyrir löngu síðan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vermont háskóla.

Paul Bierman, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í samtali við Live Science að þetta sé besta staðfestingin fram að þessu á að miðhluti Grænlandsjökuls hafi bráðnað og í staðinn hafi komið túndra með tilheyrandi vistkerfi.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu PNAS.

Íssýni, sem var rannsakað, var tekið 1993. Í því var fjöldi steingervinga, þar á meðal af sveppum, víði og skordýrum. En það sem þykir merkilegast er vel varðveitt fræ heimskautavalmúa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Teslueigendur fá það óþvegið – Mála Tesla-merki og nasistatengingu við heimili þeirra

Teslueigendur fá það óþvegið – Mála Tesla-merki og nasistatengingu við heimili þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heimskulegt uppátæki í skíðalyftu dregur dilk á eftir sér – Sjáðu myndbandið

Heimskulegt uppátæki í skíðalyftu dregur dilk á eftir sér – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stuðningsmenn Trump úthúða dómara sem hann skipaði

Stuðningsmenn Trump úthúða dómara sem hann skipaði