fbpx
Miðvikudagur 07.ágúst 2024
Pressan

Grátbað dómarann að sýna syninum miskunn – Fékk fimm ára fangelsisdóm

Pressan
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómari í Flórída hefur dæmt hinn 18 ára gamla Brendan depa í fimm ára fangelsi fyrir að ráðast með fólskulegum hætti á kennarann sinn í Matanzas-skólanum í bænum Palm Coast  í fyrra. Brendan átti yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsi vegna málsins.

Það var í febrúar í fyrra að kennari Brendans, hin 59 ára gamla Joan Naydich, gerði Nintendo Switch-tölvu hans upptæka þar sem hann var að nota hana á skólatíma.

Brendan reiddist mjög og réðst á kennarann með ítrekuðum höggum með þeim afleiðingum að fimm rifbein brotnuðu og hún hlaut heyrnarskaða. Joan gat illa varið sig í árásinni enda er Brendan 198 sentímetrar á hæð og yfir 120 kíló.

Málið hefur vakið talsverða athygli í ljósi þess að Brendan er greindur með einhverfu, ADHD, mótþróaröskun og það sem kallað er bráð árásarhneigð (e. intermittent explosive disorder). Þar að auki var Brendan aðeins sautján ára þegar árásin var framin.

Móðir hans, Leanne Depa, ættleiddi Brendan þegar hann var aðeins fimm mánaða gamall og grátbað hún dómarann um að sýna syni hennar miskunn áður en dómur var kveðinn upp. „Ég biðla til þín að leyfa honum að koma heim með mér í dag,“ sagði hún.

Leanne varð ekki að ósk sinni og þarf Brendan að vera á bak við lás og slá næstu fimm árin og á skilorði í 15 ár þar á eftir. Kennarinn, Joan, fór fram á það að Brendan fengi hámarksrefsingu fyrir brotið, 30 ára fangelsi. Dómari ákvað að fimm ára refsing væri hæfileg eftir að hafa hlustað meðal annars á vitnisburð móður Brendans og fólks sem hefur unnið með honum.

Lýsti Leanne því meðal annars við meðferð málsins að hún hefði upplýst skólann skýrt um greiningar hans og reiðivandamál hans.

Fangelsisdómur fyrir son minn væri eins og dauðadómur

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddust til að öryggislenda vegna ælandi farþega

Neyddust til að öryggislenda vegna ælandi farþega
Pressan
Í gær

Leigubílstjóri vildi fá konur til að gefa getnaðarlimnum einkunn

Leigubílstjóri vildi fá konur til að gefa getnaðarlimnum einkunn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að allt að 18 km þykkt demantalag umlyki Merkúr

Telja að allt að 18 km þykkt demantalag umlyki Merkúr
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Dreki“ og „lífsins tré“ fundust á hafsbotni

„Dreki“ og „lífsins tré“ fundust á hafsbotni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Undir norsku steinhringjunum var leyndarmál

Undir norsku steinhringjunum var leyndarmál
Pressan
Fyrir 3 dögum

11 barna faðir lést í hörmulegu slysi – Síðasta sms unnustunnar

11 barna faðir lést í hörmulegu slysi – Síðasta sms unnustunnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Loksins vitum við af hverju kettir mjálma að fólki

Loksins vitum við af hverju kettir mjálma að fólki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þyngdarafl jarðarinnar skaut loftsteini á stærð við pýramída af braut þegar hann kom mjög nálægt

Þyngdarafl jarðarinnar skaut loftsteini á stærð við pýramída af braut þegar hann kom mjög nálægt